IMG_2634Stefán Orri Davíðsson sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 18. janúar sl. með því að fá 4,5v í fimm skákum. Síðan komu fjórir jafnir með 3v en það voru Ísak Orri Karlsson, Heimir Páll Ragnarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Óskar Víkingur Davíðsson allir með 3v. Eftir tvöfaldan stigaútreikning var Ísak Orri úrskurðaður í 2. sæti og Heimir Páll í því þriðja. Í þetta sinn leysti enginn dæmi vikunnar rétt og er langt síðan það hefur gerst. Það snérist um móttekið drottningabragð og hvernig hvitur svarar þegar svartur reynir að halda í peðið á c4 með því að leika b5. Enginn í hópnum leikur d4 að staðaldri svo væntanlega kemur þessi möguleiki ekki upp hjá þeim nema ef þeir skyldu freistast til að gerða þetta sjálfir. Mér finnst samt eins og einhver hefði nú átt að detta niður á rétta lausn í þessu krossaprófi.

Í yngri flokki var Rayan Sharifa efstur með fullt hús 6v í jafn mörgum skákum. Vasklega gert hjá honum á sinni fyrstu æfingu. Annar var Andri Hrannar Elfarsson með 5v og þriðja var svo Heiður Þórey Atladóttir með 4v.

Í æfingunni tóku þátt: Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Heimir Páll Ragnarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Óskar Víkingur Davíðsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Jökull Freyr Davíðsson, Adam Omarsson, Viktor Már Guðmundsson, Ívar Lúðvíksson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Frank Gerritsen, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson, Heiður Þórey Atladóttir, Guðmann Brimar Bjarnason, Jósef Omarsson, Eiríkur Þór Jónsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Bergþóra Rúnarsdóttir, Emil Sær Birgisson og Brynja Stefánsdóttir.