Keppni lauk í Vestur-riðli Janúarmóts Hugins sl. mánudagskvöld á Vöglum í Fnjóskadal þegar lokaumferðin var tefld. Rúnar Ísleifsson (1799) vann Ármann Olgeirsson (1587), Hjörleifur Halldórsson (1850) vann Sigurbjörn Ásmundsson (1516) og Karl Egill Steingrímsson (1678) og Hermann Aðalsteinsson gerðu jafntefli (1663)

Lokastaðan í Vestur-riðli

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Isleifsson Runar ISL 1799 4,5 9,25 0,0 4
2 5 Steingrimsson Karl Egill ISL 1678 3,5 5,75 0,0 3
3 1 Adalsteinsson Hermann ISL 1663 2,5 4,25 1,0 2
4 4 Halldorsson Hjorleifur ISL 1850 2,5 4,25 0,0 2
5 6 Olgeirsson Armann ISL 1587 2,0 2,50 0,0 2
6 2 Asmundsson Sigurbjorn ISL 1516 0,0 0,00 0,0 0

 

Hlynur Snær Viðarsson (1416) vann Sighvat Karlsson (1289) í loka skák Austur-riðils sem fram fór í gærkvöld á Húsavík, en öðrum skákum í riðlinum lauk um helgina. Í Austur-riðli bar Smári Sigurðsson (1878) sigur úr bítum með 4,5 vinninga.

Lokastaðan í Austur-riðli

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Sigurdsson Smari ISL 1878 4,5 8,75 0,0 4
2 4 Danielsson Sigurdur ISL 1753 4,0 6,50 0,0 4
3 5 Vidarsson Hlynur Snaer ISL 1416 3,5 5,25 0,0 3
4 2 Akason Aevar ISL 1621 2,0 1,00 0,0 2
5 1 Karlsson Sighvatur ISL 1289 1,0 0,00 0,0 1
6 6 Bessason Heimir ISL 0 0,0 0,00 0,0 0

 

Þar með liggur fyrir hverjir mætast í úrslitakeppni Janúarmótsins (playoff) sem er fyrirhugðuð á næstunni.

Smári og Rúnar koma til með að tefla til úrslita um sigur í mótinu. Sigurður Dan. og Karl Egill  tefla um 3. sætið. Hermann og Hlynur um 5. sætið, Hjörleifur og Ævar um 7. sætið, Sighvatur og Ármann um 9. sætið og síðan Heimir og Sigurbjörn um 11. sætið. Keppendur tefla tvær einvígisskákir með tímamörkunum 90+30 sek. Verði jafnt eftir þær veður teflt hraðskákeinvígi þar til annar hefur betur.

Stefnt er að því að tefla til úrslita um næstu helgi en ljóst er þó að einhverjum einvígisskákum verður frestað um óákveðin tíma.