11.9.2010 kl. 20:52
Fyrsta skákæfing og stúdering Goðans sunnan heiða.
Fyrsta skákæfingar og stúderingakvöld Goðans sunnan heiða var haldið sl. fmmtudagskvöld í Hafnarfiðrinum. Jón þorvaldsson setti á blað nokkrar línur um kvöldið, sem lesa má hér fyrir neðan.

Frá vinstri: Jón Þorvaldsson, gestgjafi, Björn Þorsteinsson, Sigurður Jón Gunnarsson, Tómas Björnsson, Einar Hjalti Jensson og Páll Ágúst Jónsson.
Goðinn eflist á höfuðborgarsvæðinu.
Mikill vakning er í íslensku skáklífi um þessar mundir og þar lætur Goðinn sannarlega ekki sitt eftir liggja. Fyrsta skemmtikvöld hjá SV-goðorði Goðans fór fram í síðustu viku. Þar komu saman nokkrir þeirra öflugu skákmanna sem skipa munu A-sveit Goðans í deildarkeppninni 2010 – 2911 en knáa kappa vantaði í hópinn svo sem Ásgeir P. Ásbjörnsson, Sindra Guðjónsson og fleiri. Slegið var á létta strengi og gamansögur úr skáklífinu rifjaðar upp yfir léttum kvöldverði. Greinilegt var að menn hlakka til átaka vetrarins á svörtum og hvítum reitum.

Einar Hjalti Jensson og Tómas Björnsson.
Þá var komið að skákfræðnum og stúderingar á byrjunum tóku við. Þar kom upp úr dúrnum að Goðarnir eru einhuga um að tefla frumlega þessa leiktíð og fara lítt troðnar slóðir. Engu að síður kom á óvart hve mjög hin sjaldgæfa og vanmetna

Jón Þorvaldsson og Björn Þorsteinsson.
Órangútanbyrjun (1. b2-b4) virtist eiga upp á pallborðið hjá liðsmönnum Goðans. Margir knáir kappar hafa teflt þessa djörfu byrjun, þ.á.m. Réti, Tartakover, Spassky og síðast en ekki síst snillingurinn Bent Larsen sem nú er nýlátinn. Gaman verður að sjá hvernig Goðunum vegnar með þessa apaloppu að vopni.
Björn Þorsteinsson og Páll Ágúst Jónsson.
Skemmtilegu kvöldi lauk með hraðskákkeppni þar sem hart var tekist á og mjörg snjöll fléttan hrist fram úr erminni, andstæðingnum til heilabrota og hrellingar. Menn voru einhuga um að hittast aftur við fyrsta tækifæri og blóta skákkgyðjuna Cassiu eins og Goðunum einum lagið. J.Þ.
Sigurður Jón Gunnarsson.
Jón Þorvaldsson.
Fleiri myndir má skoða í myndaalbúmi hér til hægri.
Reiknað er með vikulegum stúderingum og skákæfingum í suð-vestur goðorði Goðans, amk. fram að Íslandsmóti Skákfélaga.
