The Dublin International Open 2024 fer fram á Talbot Hótelinu í Dublin á Írlandi 29 mars til 1. apríl 2024. (Föstudagurinn langi til og með annar í Páskum) Tefldar verða 7 umferðir með 90+30 sek á leik á 4 dögum. Teflt verður í 3 flokkum: Open, 40+ og 65+. Fimm félagsmenn Goðans, tveir félagsmenn úr Skákfélagi Sauðárkróks og einn KR-ingur, hafa skráð sig til leiks á mótinu og er óhætt að segja að talsverð tilhlökkun gerir vart við sig hjá þeim þar sem óðum styttist í mótið.
Þegar þetta er skrifað hafa 67 keppendur skráð sig til leiks á mótinu en vonir standa til að keppendafjöldinn verði á annað hundrað samalagt í öllum flokkum. Aðstæður á keppnisstað lofa góðu og skáksalurinn er teppalagður og lítur vel út á myndum.
Flest alþjóðleg flokkaskipt skákmót er skipt eftir skákstigum, en þetta mót er skipt eftir aldursflokkum. Í opna flokknum geta í raun allir tekið þátt, en í 40+ og 65+ flokkunum er það aldurinn sem ræður hverjir geta verið með í þeim, en ekki skákstig.
Formaður Goðans mun að sjálfsögðu flytja fréttir af mótinu ef því sem því vindur fram.
Skráningarvefur mótsins fyrir Opna flokkinn
Skráningarvefur mótsins fyrir 40+ og 65+
Mótið er komið upp á chess-results, en það er sett þar upp í stafrófsröð og miðað við Írsk skákstig. Samkvæmt mótsstjóra verður keppendalistinn ekki uppfærður fyrr en daginn sem mótið hefst.