Bergmann Óli Aðalsteinsson var eini félagsmaður Goðans sem tók þátt í Reykjavík Open sem lýkur í Hörpu í dag. Bergmann, sem var að taka þátt í sínu fyrsta kappskákmóti, fékk 4 vinninga úr 9 skákum sem telst bara nokkuð góður árangur svona í fyrsta móti. Mótið á chess-results.
Bergmann var án kappskákstiga fyrir mótið og endaði í hópi efstu manna sem voru stiglausir fyrir mótið. Bergmann mun væntanlega koma nýr inn á stigalista 1. apríl nk. með um 1700 stig.
Árangur Bergmanns Óla á chess-results