Kristján Ingi Smárason páskameistari Goðans 2024

Kristján Ingi Smárason vann alla sína andstæðinga og þar með Páskaskákmót Goðans sem fram fór í gærkvöldi. Kristján fékk 5 vinninga af 5 mögulegum. Þetta er fysti titillinn sem Kristján vinnur í fullorðinsflokki.

Smári Sigurðsson varð annar með 4 vinninga og Adam Ference Gulyas þriðji með 3 vinninga. Einungis 6 keppendur tóku þátt í mótinu.

Lokastaðan

Félag
1. Smarason, Kristjan Ingi 1666 5.0
2. Sigurðsson, Smári 1970 4.0
3. Gulyás, Ádám Ferenc 1743 3.0
4. Ásmundsson, Sigurbjörn 1698 2.0
5. Thorgrimsson, Sigmundur 1.0
6. Aðalsteinsson, Hermann 1720 0.0

Mótið á chess-manager

Tímamörk voru 7+2 og mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE.