27_Islandsmot_Unglingasveita_2014Heimir Páll Ragnarsson sigraði með fullu húsi í eldri flokki á Huginsæfingu  í Mjóddinni þann 2. febrúar sl. Tefldr voru fimm skákir svo Heimir Páll vann þær allar. Annar varð Alec Elías Sigurðsson með 4v. Síðan komu þrír janir með 3v 3n það voru Aron Þór Mai, Óskar Víkningur Davíðsson og Alexander Oliver Mai. Eftir stigaútreiking fékk Aron Þór þriðja sætið, Óskar það fimmta og Alexander það fimmta.

Það voru 10 keppendur í yngri flokki og voru jafn margar stelpur og strákar.  Birgir Logi Steinþórsson og Óttar Örn Bergmann voru efstir með 4v en Birgir Logi hafði betur í stigútreikningi og fékk fyrsta sætið og fær þar með að spreyta sig í fyrsta sinn í eldri flokki við fyrsta tækifæri. Óttar Örn var því í  öðru sæti . Síðan komu tvær stelpur jafnar með 3,5v en það voru Þórdís Agla Jóhannsdóttir og Ylfa Ýr Hákonardóttir. Nú hafði Þórdís betur í stigaútreikningi og fékk þriðja sætið en Ylfa það fjórða.

Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Aron Þór Maí, Óskar Víkingur Davíðsson, Alexander Olivar Maí,  Sindri Snær Kristófersson, Atli Mar Baldursson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Stefán Orri Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Arnar Jónsson, Axel Ingi Árnason, Birgir Logi Steinþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, Ísak Orri Karlsson, Ana Natalia Zikic, Karitas Jónsdótir, Róbert Antionio Róbertsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Bergþóra Gunnarsdóttir.

Næsta æfing sem er félagsæfing verður mánudaginn 9. febrúar og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.