Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson og Óskar Víkingur Davíðsson enduðu allir með 5v í eldri flokki á síðustu Huginsæfingu í Mjóddinni. Tefldar voru 5 skákir og fengu þeir allir 4v út úr skákunum og svo aukavinning fyrir að leysa þraut dagsins á æfingunni. Til að raða þeim í sæti þurfti að grípa til stigaútreiknings og þar varð Heimir Páll efstur, Alec annar og Óskar þriðji.
Í yngri flokki voru tefldar 6 skákir og þar varð Ísak Orri Karlsson með 5,5v. Næstir komu Adam Omarsson, Alexander Már Bjarnþórsson og Óttar Örn Bergmann með 5v en Adam með 21,5 stig, Alexander með 21 stig og Óttar með 18 stig, svo Adam hlaut annað sætið, Alexander það þriðja og Óttarþað fjórða. Adam leysti þrautina sem lögð var fyrir yngri flokkinn og fékk því auk vinning þar en Ísak Orri, Alexander og Óttar voru með aðra hugmynd sem gaf hálfan vinning. Dæmið í yngri flokki hafði því nokkur áhrif á lokaröðina.
Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Ívar Andri Hannesson, Axel Óli Sigurjónsson, Sindri Snær Kristófersson, Atli Mar Baldursson, Arnar Jónsson, Axel Ingi Árnason, Egill Úlfarsson, Ísak Orri Karlsson, Adam Omarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, Bjarki Freyr Ragnarsson, Karitas Jónsdóttir og Sigurður Rúnar Gunnarsson og Berglind Rúnarsdóttir fylgdist með.
Næsta æfing verður mánudaginn 26. janúar og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.