IMG_2356Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíðsson voru efstir og jafnir með 4,5v í fimm skákum í á æfingu í Mjóddinni sem haldin var 20. apríl sl. Í  fyrsta stigaútreikningi voru þeir báðir með 13,5 stig en í öðrum útreikningi bætti Óskar við sig 1 stigi en Heimir Páll 2 stigum og hlaut því fyrsta sætið en Óskar varð annar. Það mátti segja að skota hafi ráðið úrslitum því sá sem bættist við í lokaútreikningi hjá Heimi fékk skottu í lokaumferðinn og bættti við sig vinningi meðan andstæðingur Óskars tapaði. Þriðji varð svo Alec Elías Sigurðsson með 4v.

Í æfingunni tóku þátt:  Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Stefán Orri Davíðsson, Birgir Logi Steinþórsson, Adam Omarsson, Jökull Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Jón Þorbjörn Sveinbjörnsson, Atli Mar Baldursson,  Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson og Sesar Máni Sindrason.

Næsta æfing verður mánudaginn 27. apríl og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.