Á morgun, fimmtudaginn 23. apríl sumardaginn fyrsta, fer héraðsmót HSÞ í skák fram í Framhaldsskólanum á Laugum. Mótið hefst kl 15:00 og tefldar verða skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann. Líklega verða tefldar 7. umferðir. Teflt verður í Sigurðarstofu sem er staðsett á þriðju hæð í gamla skóla. Ókeypis er í mótið.

HSÞ

Ungir sem aldnir er hvattir til að taka þátt í mótinu, en mótið er haldið í samvinnu við Framhaldsskólann á Laugum sem heldur opinn dag á morgun. Keppendur er hvattir til að taka daginn snemma og skoða skólann og fá sér ókeypist kaffi og kökur í leiðinni fyrir mótið.

Skákfélagið verður með kynningu á félaginu í íþróttahúsinu á Laugum frá kl 13-15 sama dag ásamt fleiri aðilum.

Sjá nánar hér:http://www.641.is/opinn-dagur-i-ithrottahusinu-a-laugum-a-sumardaginn-fyrsta/

Hægt er að skrá sig til leiks á staðnum,