Heimir Páll Ragnarsson sigraði með fullu húsi 6v á Huginsæfingu sem haldin var 11. maí sl. Heimir Páll vann allar 5 skákirnar sem hann tefldi og leysti svo einnig skákþrautina. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 5v en hann fékk 4v í mótinu og leysti einnig dæmið rétt. Þriðji var svo Baltasar Máni Wdholm með 4,5 en hann fékk 2,5v út úr skákunum og 2v fyrir þrautirnar. Þar sem teflt var í einum flokki þá fengu þeir sem hafa að jafnaði teflt í yngri flokki og voru nýbyrjaðir að glíma bæði við þrautina sem yngri flokkurinn fékk og líka við þrautina fyrir eldri flokkinn. Það kom sér svo sannalega vel fyrir Baltasar.
Næsta æfing sem haldin verður mánudaginn 18. maí nk er jafnframt lokaæfing vetrarins. Auk þess sem venjuleg æfing fer fram verða veittar viðurkenningar fyrir veturinn og þátttakendur gæða sé á pizzum um miðja æfinguna. Veittar verða viðurkenningar fyrir bestan árangur á æfingunum en þar tróna Óskar, Heimir Páll og Dawid í efstu sætum. Þeir sem mætt hafa best í vetur á viðurkenningu en þar verða margir til kallaðir og svo að lokum verða veittar viðurkenningar fyrir framfarir á æfingunum.
Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Ísak Orri Karlsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Alec Elías Sigurðarson, Stefán Orri Davíðsson, Atli Mar Baldursson, Jökull Davíðsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Birgir Logi Steinþórsson og Sesar Máni Sindrason.
Næsta æfing verður mánudaginn 18. maí og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
