Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sem tefldi fyrir Hlaðbæ-Colas sigraði á 33. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 21. ágúst sl. Helgi vann fyrstu sex andstæðinga sína og gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson (Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar) í lokaumferðinni og lauk móti með 6,5 vinninga. Þetta er í fjórða sinn sem Helgi Áss sigrar á mótinu en fyrst vann hann mótin 1992 og 1994. Síðan kom langt hlé og næsti sigur kom ekki fyrr en 2016 og svo aftur í ár 2018. Það er svo spurning hvort Helgi láti líða jafn langan tíma að næstu vinnings períódu.
Það var hart barist um næstu sæti en að lokum voru fjórir keppendur efstir og jafnir með 5,5v í 2. – 5. sæti en það voru Dagur Ragnarsson (Íslandsstofa), Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson (Stilling) og Sigurður Daði Sigfússon (HS Veitur).
Tíu titilhafar tóku þátt í mótinu og fyrirfram máttti búast við harðri keppni þeirra á milli um sigur á mótinu. Sú varð líka raunin því þeir tóku sex efstu sætin. Næstu þrjú sæti skipuðu þrír titillausir keppendur af yngri kynslóðinni allir með 5v en það voru Gauti Páll Jónsson (Góa/Linda), Örn Leó Jóhannsson (Ís-spor) og Helgi Brynjarsson (BYKO).
Mótið í ár var vel sótt en alls tóku 60 keppendur þátt að þessu sinni. Eins og í fyrra fór skráning í mótið hægt af stað og margir skráðu sig seint og sumir ekki fyrr en á skákstað. Fimmtíu og tvö fyrirtæki skráðu sig til leiks og er það mesta þátttaka af þeirra hálfu í mörg ár. Fjöldi skákmann fór ekki fram úr fjölda fyrirtækja fyrr en á hádegi á keppnisdegi og þegar upp var staðið voru keppendur 8 fleiri en fyrirtækin.
Meira en sjötíu og fimm ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppenda mótsins þeim Bjarti Þórissyni (2009) og Magnúsi V. Péturssyni (1932) (Talnakönnun), sem á árum áður var þekktur knattspyrnudómari og stóðu þeir báðir fyrir sínu. Yngri skákmenn voru nokkru færri en oft áður en nú er hópur að tafli á EM ungmenna.
Af stúlkunum stóð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (Borgun) (4v) og Sigurlaug Regina Friðþjófsdóttir (Hamborgarabúlla Tómasar) (4v) sig best. A.m.k. önnur þeirra er að undarbúa sig fyrir þátttöku í Ólympíuskákmótinu í Batumi þannig að það er í nægu að snúast hjá þeim á næstunni.
Nokkur fjöldi áhorfenda var á mótinu, þá aðalega túristar sem staddir voru í Ráðhúsinu og fylgdust spenntir með af pallinum. Þeir voru hins vegar eitthvað ragari við að grípa í tafl fyrir mót en síðustu ár og örfáir báðu um að fá að tefla á lausum borðum meðan á móti stóð sem var auðsótt.
Skákfélagið Huginn vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt, Reykjavíkurborgar fyrir að hýsa mótið, Taflfélagi Reykjavíkur fyrir samstarfið og síðast en ekki síst þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu mótið.
Lokastaðan í chess-results:
Röð | Nafn | Stig | Fyrirtæki | Vinn. | TB1 | |
1 | GM | Gretarsson Helgi Ass | 2523 | Hlaðbær Colas | 6,5 | 31,5 |
2 | FM | Ragnarsson Dagur | 2155 | Íslandsstofa | 5,5 | 33,5 |
3 | GM | Thorfinnsson Bragi | 2319 | Starfmannaf. Reykjavíkurborgar | 5,5 | 33 |
4 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2478 | Stilling | 5,5 | 31,5 |
5 | FM | Sigfusson Sigurdur | 2124 | HS Veitur | 5,5 | 26 |
6 | FM | Johannesson Ingvar Thor | 2378 | Forum lögmenn | 5 | 34 |
7 | Jonsson Gauti Pall | 2041 | Góa/Linda | 5 | 29,5 | |
8 | Johannsson Orn Leo | 2172 | ÍS-Spor | 5 | 28,5 | |
9 | Brynjarsson Helgi | 1982 | BYKO | 5 | 28 | |
10 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2410 | Landsvirkjun | 5 | 27 |
11 | Eliasson Kristjan Orn | 1825 | Kaupfélag Skagfirðinga | 5 | 22,5 | |
12 | FM | Lagerman Robert | 2282 | Sjóvá | 4,5 | 32,5 |
13 | CM | Halldorsson Halldor | 2181 | Grillhúsið Tryggvagötu | 4,5 | 30,5 |
14 | Petursson Gudni | 2124 | Kópavogsbær | 4,5 | 28 | |
15 | Bergsson Stefan | 2129 | Íslandspóstur | 4 | 31 | |
16 | FM | Gretarsson Andri A | 2274 | ÍTR | 4 | 31 |
17 | Ragnarsson Johann | 2060 | Húsasmiðjan | 4 | 28,5 | |
18 | Runarsson Gunnar | 2019 | Hvalur hf | 4 | 28 | |
19 | Maack Kjartan | 2030 | Slökkvilið höfuðborgarsv. | 4 | 27,5 | |
20 | Bjornsson Bjorn Freyr | 2155 | Borgarplast | 4 | 27 | |
21 | Berg Runar | 2091 | 4 | 26 | ||
22 | Bjornsson Eirikur K. | 1974 | Tapas barinn | 4 | 26 | |
23 | Gudfinnsson Saebjorn | 1931 | Ísaga/AGA | 4 | 25,5 | |
24 | Stefansson Veturlidi Thor | 1784 | Suzuki bílar | 4 | 24,5 | |
25 | Sigurdsson Snorri Thor | 1862 | N1 | 4 | 24 | |
26 | Fridjonsson Julius | 2076 | Nóí Síríus | 4 | 24 | |
27 | Johannsdottir Johanna Bjorg | 1968 | Borgun | 4 | 24 | |
28 | Fridthjofsdottir Sigurl. Regina | 1717 | Hamborgarabúlla Tómasar | 4 | 23,5 | |
29 | Sigurdsson Arnljotur | 1728 | Verkís | 4 | 20,5 | |
30 | Kristinsson Ogmundur | 1956 | Gámaþjónustan | 3,5 | 25,5 | |
31 | Andrason Pall | 1938 | Ölstofan | 3,5 | 24 | |
32 | Valtysson Thor | 1972 | Hlölla bátar | 3,5 | 23 | |
33 | Ingvason Johann | 1977 | Sorpa | 3 | 28 | |
34 | Briem Stefan | 2038 | Iceland Travel | 3 | 27,5 | |
35 | Hauksson Hordur Aron | 1857 | Eignamiðlun | 3 | 27 | |
36 | Haile Batel Goitom | 1314 | Eimskip | 3 | 24,5 | |
37 | Bjornsson Bjorn Brynjulfur | 1451 | Mjólkursamsalan | 3 | 23,5 | |
38 | Valdimarsson Johann | 1588 | ASÍ | 3 | 23,5 | |
39 | Magnusson Thorlakur | 1662 | Brim hf | 3 | 23 | |
40 | Angantysson Asgrimur | 1613 | Guðmundur Arason Smíðajárn | 3 | 22 | |
41 | Thorsson Pall | 1685 | 3 | 22 | ||
42 | Gunnarsson Helgi Petur | 1650 | Valitor | 3 | 21,5 | |
43 | Haraldsson Sigurjon | 1723 | Olís | 3 | 21,5 | |
44 | Haraldsson Gunnar Orn | 1672 | Kvika banki | 3 | 19,5 | |
45 | Davidsson Oskar Vikingur | 1851 | Hreyfill | 3 | 17,5 | |
46 | Ingason Sigurdur | 1738 | Grafía | 2,5 | 23 | |
47 | Olafsson Kristmundur Thor | 1646 | KFC | 2,5 | 22,5 | |
48 | Kjartansson Gudfinnur | 1826 | Samhentir-Kassagerð | 2,5 | 22 | |
49 | Jonasson Hordur | 1382 | KRST Lögmannsstofa | 2,5 | 13,5 | |
50 | Thorisson Benedikt | 1331 | KPMG | 2 | 24 | |
51 | Holm Fridgeir K | 1732 | Verkalýðsf. Hlíf | 2 | 23 | |
52 | Bjarnason Larus H | 1523 | Reykjavíkurborg | 2 | 20,5 | |
53 | Kristbergsson Bjorgvin | 1174 | 2 | 20 | ||
54 | Sigurvaldason Hjalmar | 1489 | Efling stéttarfélag | 2 | 19,5 | |
55 | Petursson Magnus V. | 1551 | Talnakönnun | 2 | 18 | |
56 | Thorisson Bjartur | 0 | 2 | 17,5 | ||
57 | Ludviksson Magnus Thorlakur | 1227 | 2 | 17 | ||
58 | Helgadottir Idunn | 1063 | 1,5 | 16 | ||
59 | Gestsson Gunnar | 0 | 1 | 15,5 | ||
60 | Johannesson Petur | 0 | 0 | 17,5 |