Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið mánudaginn 29. október nk. Teflt verður í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst taflið kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir tvöföld með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru kr. 20.000.
Núverandi hraðskákmeistari Hugins er Hjörvar Steinn Grétarsson. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem mótið fer fram. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur unnið titilinn oftast eða fmm sinnum og næstir koma Björn Þorfinnsson og Davíð Ólafsson með fjóra titla. Verðlaunaafhending vegna Meistaramóts Hugins 2018 (suðursvæði) verður í lok hraðskákmótsins.
Verðlaun skiptast svo:
- 10.000 kr.
- 6.000 kr.
- 4.000 kr.
Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Huginn eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra.