Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Meistaramóti Hugins sem lauk síðasta mánudagskvöld og Kristján Eðvarsson varð í öðru sæti og jafnframt skákmeistari Hugsins 2018 (suðursvæði), eins og fjallað var um í frétt hér á heimasíðunni í gær. Það var teflt um fleiri verðlaun á mótinu og búið er að finna út hverjr unnu til aðal- og aukaverðlauna.en það eru:

  1. sæti kr. 50.000: Vignir Vatnar Stefánsson
  2. sæti kr. 40.000: Kristján Eðvarðsson
  3. sæti kr. 30.000 (skipt): Gauti Páll Jónsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Vigfús Vigfússon

Skákmeistari Hugins, kr. 15.000: Kristján Eðvarðsson
Undir 2000 kr. 10.000: Óskar Víkingur Davíðsson
Undir 1800 kr. 10.000: Jóhann Arnar Finnsson
Undir 1600 kr. 10.000: Ingólfur Gíslason.
Sigalausir kr. 7.000: Magnús Sigurðsson

Unglingaverðlaun:
1. verðlaun kr. 10.000: Vignir Vatnar Stefánsson
2. verðlaun kr. 5.000: Batel Goitom Haile.

Miðað var við alþjóðleg stig og aðeins var hægt að fá ein aukaverðlaun.

Verðlaun verða afhent á hraðskákmóti Hugins sem haldið verður mánudaginn 29. október nk. og hefst kl. 19.30.