Framsýnarmótið 2018 fer fram helgina 27.-28. október.

Tefldar verða sjö umferðir og verður notast við tímamörkin 25 mínútur + 3 sekúndur á leik.

Þátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri.

DAGSKRÁ

  1. umferð – Laugardaginn 27. okt kl. 11:00
  2. umferð – Laugardaginn 27. okt kl. 13:00
  3. umferð – Laugardaginn 27. okt kl. 14:00
  4. umferð – Laugardaginn 27. okt kl. 15:00
  5. umferð – Sunnudaginn 28. okt kl. 13:00
  6. umferð – Sunnudaginn 28. okt kl. 14:00
  7. umferð – Sunnudaginn 28. okt kl. 15:00

Mótið verður reiknað til Fide-atskákstiga.

Skráning

Verðlaun

Veittir verða eignarbikarar í verðlaun handa þremur efstu af félagsmönnum Hugins og einnig fyrir þrjá efstu utanfélagsmenn. Einnig verða sérstök verðlaun veitt fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.