Skákfélagið Huginn er í forystu að lokinni fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í gærkvöld í Rimaskóla. Huginn vann 7-1 sigur á eigin b-sveit. Fjölnismenn eru í öðru sæti eftir 5,5-2,5 sigur á Skákfélagi Akureyrar. Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélag Íslands unnu öll sínar viðureignir 5-3.
Úrslit fyrstu umferðar:
No. | Team | Team | Res. | : | Res. |
1 | Taflfélag Vestmannaeyja | Taflfélag Reykjavíkur | 3 | : | 5 |
2 | Víkingaklúbburinn | Taflfélag Bolungarvíkur | 3 | : | 5 |
3 | Skákfélagð Huginn a-sveit | Skákfélagið Huginn b-sveit | 7 | : | 1 |
4 | Skákfélag Íslands | Skákfélag Reykjanesbæjar | 5 | : | 3 |
5 | Skákdeild Fjölnis | Skákfélag Akureyrar | 5½ | : | 2½ |
Sitthvað var óvænt úrslit og má þar helst nefna sigur Hilmis Freys Heimissonar (1826), b-sveit Hugins, sem vann Kristján Eðvarðsson (2167). Öll einstaklingsúrslit fyrstu umferðar má finna á Chess-Results.
Önnur umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 20. Þá mætast:
No. | Team | Team | Res. | : | Res. |
1 | Taflfélag Reykjavíkur | Skákfélag Akureyrar | : | ||
2 | Skákfélag Reykjanesbæjar | Skákdeild Fjölnis | : | ||
3 | Skákfélagið Huginn b-sveit | Skákfélag Íslands | : | ||
4 | Taflfélag Bolungarvíkur | Skákfélagð Huginn a-sveit | : | ||
5 | Taflfélag Vestmannaeyja | Víkingaklúbburinn | : |
Í dag hefjast deildir 2-4.