Huginsmenn og Víkingaklúbburinn leiddu saman hesta sína í hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöld.
Aflsmunur var allnokkur á liðunum og þrátt fyrir grimmilega báráttu Víkinga lauk viðureigninni með öruggum sigri Hugins, 53 -19.
Hlutskarpastur Huginsmanna var Hjörvar Steinn Grétarsson með 11 vinninga af 12 en næstur kom Stefán Kristjánsson með 9,5 af 12.
Aðrir kappar sem tefldu fyrir Hugin voru Magnús Örn Úlfarsson, Sigurður Daði Sigfússon, Ásgeir Páll Ásbjörnsson og Kristján Ólafur Eðvarðsson.
Flesta vinninga Víkingaklúbbsins hlutu Gunnar Freyr Rúnarsson, 6 vinninga af 11, og Ólafur B. Þórsson, 6 vinninga af 12.
Aðrir Víkingar sem tóku þátt í rimmunni voru Stefán Þór Sigurjónsson, Sigurður Ingason, Sturla Þórðarson og Jón Úflljótsson.
Skákdómari nær og fjær var Gunnar Björnsson og er honum þökkuð yfirveguð dómgæsla í vandasömum úrlausnarefnum.