Ingi Hafliði Guðjónsson og Hermann Aðalsteinsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór í gærkvöld á Húsavík. Ingi og Hermann fengu 2,5 vinninga af 4 mögulegum og gerðu jafntefli sín á milli. Tefld var einföld umferð og var umhugsuartíminn 10 mín.
Lokastaðan
Ingi Hafliði Guðjónsson 2,5 af 4 mögul.
Hermann Aðalsteinsson 2,5
Sigurbjörn Ásmundsson 2
Hilmar Freyr Birgisson 2
Kristján Ingi Smárason 1
Skákþing Goðans hefst í næstu viku og á meðan það stendur yfir verða engar skákæfingar.