Um hádegi í gær varð ljóst að 8 keppendur mun taka þátt í Skákþingi Goðans 2023. Pörun í mótið var framkvæmd strax þegar keppendafjöldinn lá fyrir og birt í gær á chess-results. Mótið er round-robin með 60+30 mín tímamörkum.

Taflmennska mun hefjast núna um helgina, þegar stakar skákir úr ýmsum umferðum verða tefldar. Síðan liggur fyrir að teflt veður á Vöglum og í Framsýnarsalnum þriðjudaginn 31 janúar og miðvikudaginn 1. febrúar. Stefnt er að því að tefla valdar skákir með tiliti til hentugleika keppenda, á völdum dögum í febrúar og klára síðan mótið helgina 17-19 febrúar á Húsavík. Mótið á chess-results

Pörun í Skákþing Goðans 2023