Skákþing Goðans 2023 mun fara fram dagana 1-28 febrúar, en nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir.  Mótinu verður allir við alla (round robin) með 60 mín umhugsunartíma og 30 sek í viðbótartíma á hvern leik. Mótið verður reiknað til kappskákstiga FIDE. Það sem mótið er allir við alla liggur umferðafjöldinn ekki fyrir, en hann fer auðvitað eftir keppendafjölda.

Mótið er opið öllum áhugasömum sem eru með minna en 2400 skákstig og er ókeypis í það. Einungis innvígðir félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna. Skráning fer fram á lyngbrekku@simnet, á facebooksíðu Goðans, eða í síma 8213187 og er skráningarfrestur til á hádegis fimmtudaginn 26. janúar.

Mótið á chess-results.

Skákþing Goðans/Meistaramót fer nú fram í 20 skiptið og er það langlífasta skákmót Goðans. Smári Sigurðsson er núverandi Skákmeistari Goðans en Rúnar Ísleifsson hefur oftast unnið titilinn eða 5 sinnum alls og Smári 4 sinnum. Báðir verða þeir með í mótinu í ár.

Meistaramót Goðans – Skákþing   
2004 Baldur Daníelsson
2005 Ármann Olgeirsson
2006 Ármann Olgeirsson
2007 Smári Sigurðsson
2008 Smári Sigurðsson
2009 Benedikt Þorri Sigurjónsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Jakob Sævar Sigurðsson
2012 Rúnar Ísleifsson
2013 Smári Sigurðsson
2014 Jakob Sævar Sigurðsson
2015 Rúnar Ísleifsson
2016 Sigurður Daníelsson    
2017 Tómas Veigar Sigurðarson
2018 Tómas Veigar Sigurðarson
2019 Rúnar Ísleifsson
2020 Rúnar Ísleifsson
2021 Jakob Sævar Sigurðsson
2022 Smári Sigurðsson
2023  ?