XXI. Íslandsmótið í netskák fer fram á morgun, föstudaginn 30. desember. Mótið fer fram á vefsíðunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki.

Á fjórða tug keppenda hafa þegar skráð sig til leiks og líklegt að talsvert fleiri eigi eftir að bætast í þann hóp. Ákveðið var að bjóða nágrönnum okkar frá Grænlandi til þátttöku og hafa nokkrir þegar skráð sig til leiks. Mótið í ár verður því bæði hefðbundið Íslandsmót og um leið óformlegt Grænlandsmót í netskák.

Beinn tengill á mótið hefur verið stofnaður en einfaldast er fyrir skráða keppendur að nota hann til að opna mótið. Klukkutíma áður en mótið hefst, birtist þar “Join” takki sem keppendur þurfa að smella á. Eftir það er allt ferlið sjáfvirkt, en kerfið sér sjálft um að starta mótinu. Skákir hverrar umferðar opnast svo sjálfkrafa, en ekki þarf að samþykkja pörun sérstaklega.

Örfáir eiga enn eftir að klára skráningarferlið, en þeir eru sérstaklega merktir í skjalinu sem inniheldur skráða keppendur. Eru þeir vinsamlegast beðnir um að ljúka skráningu sem fyrst.

Davíð Kjartansson er núverandi Íslandsmeistari í netskák, en hann hefur unnið mótið oftast allra eða sex sinnum!

Það er Skákfélagið Huginn sem stendur fyrir mótinu.

Spurningar eða athugasemdir er hægt að senda á netfangið eggid77@gmail.com

 

ATHUGIÐ

ATH. Nauðsynlegt er að keppendur séu fyrirfram skráðir og mættir á Chess.com fyrir upphaf móts. Ekki verður hægt að bæta keppendum í mótið eftir að það hefst. Lokað verður fyrir skráningu kl. 19:00, föstudaginn 30. desember – Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

 

Skráning. Athugið að ljúka verður báðum skrefum til að geta tekið þátt í mótinu.

Allir verða að fara á síðu mótsins á Chess.com og smella á “Join” þar.

Vinsamlegast athugið að ljúka þarf báðum skrefum hér að neðan til að vera fullskráður í mótið.

Annars vegar er nauðsynlegt að fylla út skráningarformið, en öðruvísi er ekki hægt að bera kennsl á keppendur vegna verðlauna.

Hins vegar þurfa keppendur að skrá sig í hóp mótsins á Chess.com, en öðruvísi sjá þeir ekki mótið á vefnum. Líkja má þessu við Icelandic group á ICC, en allir þátttakendur þar þurftu að vera í hópnum til að geta tekið þátt.

 

Tímamörk og leiðbeiningar

Svona lítur mótsglugginn út – Nauðsynlegt er að smella á “Join” þarna og það verður að gerast FYRIR upphaf móts.

Tímamörk eru 3 + 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir.

Það eina sem þátttakendur þurfa að hafa í huga er að vera mættir tímanlega á Chess.com eða eigi síðar en kl. 19:50.

Einfaldast er að nota beinan tengil á mótið og smella á “Join” takkann (eins og á myndinni hér til hliðar) sem birtist þegar klukkutími er í upphaf móts. Mikilvægt er að það sé gert áður en mótið hefst, en ekki verður hægt að bæta við keppendum eftir að mótið er hafið.

 

Ókeypis að skrá notanda

Þeir sem ekki eru skráðir á Chess.com geta skráð sig á vef þeirra en það er ókeypis.

Bent er á að einfalt er að endurnýja lykilorð, hafi það tapast, með því að fara á þessa slóð – https://www.chess.com/forgot – og skrá þar inn netfang.

 

 

Skráðir keppendur

 

Verðlaun:

  1. 10.000 kr.
  2. 6.000 kr.
  3. 4.000 kr.

 

Aukaverðlaun:

Aukaverðlaun verða í formi Demants áskriftaraðgangs á Chess.com

Demantsaðgangur veitir fullan aðgang að allri þjónustu vefsins. Sem dæmi má nefna byrjanagagnagrunn, skákþrautir, ýmiskonar skákkennsla, myndbönd og fleira.

Undir 2100 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):

  • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
  • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Undir 1800 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):

  • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
  • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Stigalausir:

  • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
  • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Unglingaverðlaun (15 ára og yngri):

  • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
  • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Kvennaverðlaun:

  • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
  • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Eldri skákmenn (60 ára og eldri):

  • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
  • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

 

Íslandsmeistarar í netskák

  • 2015 – Davíð Kjartansson
  • 2014 – Davíð Kjartansson
  • 2013 – Bragi Þorfinnsson
  • 2012 – Davíð Kjartansson
  • 2011 – Davíð Kjartansson
  • 2010 – Davíð Kjartansson
  • 2009 – Jón Viktor Gunnarsson
  • 2008 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2007 – Stefán Kristjánsson
  • 2006 – Snorri G. Bergsson
  • 2005 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 – Stefán Kristjánsson
  • 2003 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2002 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2001 – Helgi Áss Grétarsson
  • 2000 – Stefán Kristjánsson
  • 1999 – Davíð Kjartansson
  • 1998 – Róbert Lagerman
  • 1997 – Benedikt Jónasson
  • 1996 – Þráinn Vigfússon