Jólapakkaskákmóti Hugins var haldið í 19 sinn í Álfhólsskóla þann 18. desember sl. Mótið var  nú sem endranær eitt fjölmennasta krakkamót ársins. Mótið hefur ekki áður verið haldið í Álfhólsskóla en fyrstu fimm árin var það haldið í í Mjóddinni meðan Taflfélagið Hellir hafði þar aðstöðu hjá Bridgesambandinu í Þönglabakkanum. Það má því segja að mótið sé komið eins nálægt upphafi sínu eins og kostur er miðað við það húsnæði sem hægt er að halda mótið í á svæðinu í kringum Mjóddina. Það var auðvelt að setja mótið upp í Álfhólsskóla og vel fór um keppendur og foreldra í björtu húsnæði skólans og að mörgu leyti minnti stemmingin á árin hjá Bridgesambandinu í Mjóddinni.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, setti mótið og lék af því loknu fyrsta leik mótsins fyrir Iðunni Helgadóttur sem hafði hvítt í skák við Gunnar Erik Guðmundsson. Skákirnar fór allar í gang og fjörið hófst !

Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt frá 5 ára aldri og upp í 16 ára aldur. Margir sterkir skákmenn hófu sinn skákferil á Jólapakkamótinu og má þar nefna nýjasta stórmeistara okkar Íslendinga Hjörvar Stein Grétarsson. Nú sem endranær tóku nánast allir sterkustu skákmenn landsins af yngri kynslóðinni þátt. Þátttakendur komu úr 32 skólum og leikskólum. Langflestir komu úr Álfhólsskóla eða 36 enda á heimavelli. Næstir komu svo Salaskóli með 11 þátttakendur og Háteigsskóli með 8.

Úrslitin eru ekki aðalatriðinu á Jólapakkamótinu heldur að taka þátt og gleðja sig og aðra.. Allir keppendur mótsins voru leystir út með nammi frá Góu-Lindu. Allir verðlaunahafar fengu jólapakka sem og heppnir keppendur.

Í pökkunum voru meðal annars: bækur, húfur, dót af ýmsu tagi, mynddiskar, púsluspil, skáknámskeið, töfl og fleira. Meðal vinninga voru ýmsir vinningar frá Landsbankanum, Meistarar skáksögunnar eftir Jón Þ. Þór (útgefandi Ugla) og Bluetooth hátalari frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Aðrir sem gáfu gjafir í pakka voru Ferill verkfræðistofa,Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands.

Eftirtaldir studdu við mótið og er þeim færðar miklar þakkir fyrir:

ALARK arkitektar, Arion banki, Álfhólsskóli, Body Shop, Dominos, Efling, Energia, Við Sjálf, Ergo lögmenn, G.T. Óskarsson, Gerpla, Gámaþjónustan, G.M. Einarsson – múrarameistari, Guðmundur Arason smíðajárn, HBTB, Hjá Dóra matstofa, HK, ÍTR, Kópavogsskóli, Mótx, Nettó í Mjódd/Samkaup, Salaskóli, Sjóvá, Smáraskóli og Suzuki bílar.

Mót eins og Jólapakkamótið fer ekki fram án öflugra starfsmanna. Eftirtaldir starfsmenn komu að mótinu:

Edda Sveinsdóttir, Elín Edda Jóhannsdóttir, Einar Birgir Steinþórsson, Gunnar Björnsson, Heimir Páll Ragnarsson, Kristófer Ómarsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Olaf Fivelstad, Jóhann Tómas Egilsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Stefán Orri Davíðsson, Lenka Ptacnikova, Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Brynjar Haraldsson, Elvar Daði Eiríksson, Andri Hrannar Elvarsson, Stefán Bergsson, Davíð Ólafsson, Gylfi Davíðsson, Ólafur Þór Davíðsson og Rósa Margrét Hjálmarsdóttir.

Fá þessi aðilar allir bestu þakkir fyrir.

En þá eru það úrslitin.

A-flokkur (2001-03)

Daníel Ernir Njarðarson vann flokkinn með 4,5v af 5 mögulegum. Annar var Alexander Oliver Mai með 4v og þriðji Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v.

Rakel Tinna Gunnarsdóttir varð efst stúlkna. Elín Edda Jóhannsdóttir varð önnur og Ásgerður Júlía Gunnarsdóttir þriðja.

11 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur (2004-05):

Árni Ólafsson vann með fullu hús. Joshua Davíðsson og Ísak Orri Karlsson urðu í 2.-3. sæti með 4v. Í næstu sætum voru Óskar Víkingur Davíðsson, Kjartan Karl Gunnarsson, og Tristan Theódór Thoroddsen.

Ylfa Ýr Welding Hákonardótir varð efst stúlkna, Jónína Surada Thirataya Gyðudótir önnur, Katrín Sól Davíðsdótttir þriðja og Katanyu Insorn fjórða.

16 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

C-flokkur: (2006-07):

 

Benedikt Briem varð efstur með 5,5v af sex mögulegum. Í öðru til þriðja sæti voru Batel Goitom Haile og Freyja Birkisdóttir með 5v. Efstir af strákunum voru Benedikt Briem, Sefán Orri Davíðsson, , Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Gabríel Sær Bjarnþórsson.

Batel Goitom Haile var efsta stúlkna. Freyja Birkisdótttir var önnur og Þórdís Agla Jóhannsdóttir , Eva Björg Jóhannesdóttir og Embla Sólrún Jóhannesdóttir komu næstar.

38 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results:

D-flokkur (2008-09):

Bjartur Þórisson, Andri Hrannar Elvarsson og Einar Tryggvi Petersen urðu efstir og jafnir með 5v af sex mögulegum. Einar Dagur Brynjarsson og Emil Breki Pálsson urðu næstir stráka.

Soffia Arndís Berndsen og Anna Katarina Thoroddsen urðu efstar stúkna með 4,5v, næstar komu Karen Ólöf Gísladóttir, Katrín María Jónsdótir og Bergþóra Helga Gunnarsdótttir.

29 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results:

E-flokkur (2010 og yngri):

Jósef Omarsson sigraði með full húsi 5v í jafn mörgum skákum. Jöfn Í 2.-.3. sæti voru Guðrún Fanney Briem og Sævar Kári Krstjánsson með 4 vinninga. Efstir strákanna voru: Jósef Omarsson, Sævar Kári Kristjánsson, Leon Bjartur Arngrímsson, Daði Hrafn Yu Björgvinson og Þorvaldur Kristjánsson..

Guðrún Fanney Briem varð efst stúlkna. Jakobína Lóa Sverrisdóttir, Hekla Huld Ingvarsdóttir, Sara Kolka og Svandís María Gunnarsdóttir komu næstar.

14 tóku þátt

Flokkur 2010 og yngri
1 Jósef  Omarsson 2011 Laufásborg 5
2 Guðrún Fanney Briem 2010 Hörðuvallaskóli 4
3 Sævar Kári Kristjánsson 2010 Austurbæjarskóli 4
4 Leon Bjartur Sólar Arngrímsson 2010 Landakotsskóli 3
5 Daði Hrafn Yu Björgvinsson 2010 Álfhólsskóli 3
6 Jakobína Lóa Sverrisdótttir 2010 Háteigsskóli 3
7 Þorvaldur Kristjánsson 2011 Grænaborg 2,5
8 Hekla Huld Ingvarsdóttir 2010 Álfhólsskóli 2
9 Sara Kolka 2010 Álfhólsskóli 2
10 Stefán Ýmir Snorrason 2010 Álfhólsskóli 2
11 Unnar Búi Baldursson 2010 Álfhólsskóli 2
12 Þórður Hrafn Hauksson 2010 Álfhólsskóli 2
13 Svandís María Gunnarsdóttir 2010 Rimaskóli 1,5
14 Patrekur Axel Þorgilsson 2010 Álfhólsskóli 1,5

Peðaskák (2010-11)

Svavar Óli Stefánsson og Júlía Húnadóttir urðu efst og jöfn með 4v af 5 mögulegum.

Í næstu sætum voru Wihbet Goitom Haile, Elín Lára Jónsdótttir, Sóley Birta Snorradótttir og Bríet Baldvinsdótttir.

Alls tóku 9 þátt.

Nánar á Chess-results:

 

Skákfélagið Huginn þakkar öllum krökkunum kærlega fyrir þátttökuna!