FIDE-meistarinn Róbert Lagerman (MRBigtimer) varð hlutskarpastur á netskákmótinu sem fram fór föstudaginn 30. desember, en hann hlaut 8.5 vinninga í 11 umferðum. FIDE-meistarinn Andri Áss Grétarsson (Svarturleikur) var jafn Róberti að vinningum, en með heldur lakari niðurstöðu eftir stigaútreikning. Þriðji FIDE-meistarinn, Rúnar Sigurpálsson (Gvala) varð svo í þriðja sæti með 8 vinninga.

 

Til stóð að mótið væri Íslandsmótið í netskák, en aflýsa þurfti mótinu af óviðráðanlegum orsökum. Benti margt til þess að tæknibilun hefði orðið til þess að margir keppendur komust ekki inn í mótið. Orsökin reyndist vera allt önnur og mannlegri, en í ljós kom að fjöldi keppenda misskildi kerfið og tókst ekki að opna mótið með réttum hætti.

Af þessum sökum verður að gera aðra tilraun til þess að halda mótið og hefur nýtt mót verið sett á dagskrá, sunnudaginn 15. janúar kl. 20., en nánar verður greint frá mótinu í sérstakri tilkynningu.

 

Aukaverðlaun

Chess.com veitti aukaverðlaun í ýmsum flokkum. Í verðlaun voru 5 mánaða demantsaðgangur fyrir fyrsta sæti og 3 mánaða demantsaðgangur fyrir 2. sæti.

  1. 15 ára og yngri – Alexander Oliver Mai (podduhus)
  2. 15 ára og yngri – Óskar Víkingur Davíðsson (Davidsson)
  1. 60 ára og eldri – Hrafn Arnarson (hrafnaspark)
  2. 60 ára og eldri – Ögmundur Kristinsson (oddigulli)
  1. Undir 2100 – Halldór Ingi Kárason (volleychess)
  2. Undir 2100 – Sæberg Sigurðsson (hgss)
  1. Undir 1800 – Ingi Agnarsson (IngiAgnarsson)
  2. Undir 1800 – Sigurður Daníelsson (Frizzi)
  1. Stigalausir – Knútur A Óskarsson (krummmi)
  2. Stigalausir – Sveinn Sigurðsson (schven)
  1. Grænland – Aputsiak Niels Janussen (aputsiak)
  2. Grænland – Malik Brøns (Broens)

 

Lokastaðan:

Skoða má öll úrslit og allar skákir mótsins hér