Ársþing HSÞ fór fram nú nýlega í Sólvangi á Tjörnesi. Það var íþróttafólk ársins í hinum ýmsu greinum valin og var Jakob Sævar Sigurðsson valin skákmaður HSÞ 2021.
Í greinargerð um Jakob Sævar segir eftirfarandi:
Jakob Sævar Sigurðsson varð skákmeistari Goðans 2021 er hann vann sigur á Skákþingi Goðans með 5,5 vinningum af 7 mögulegum. Jakob vann síðan mjög öruggan sigur á Hraðskákmóti Goðans. Jakob fékk 8,5 vinninga af 9 mögulegum.
Jakob tefldi með Goðanum á Íslandsmóti Skákfélaga í Fjölnishöllinni í Reykjavík í október. Jakob fékk þar 3 vinninga af 4 mögulegum á mótinu og tapaði ekki skák.
Segja má að Jakob hafi átt mjög sterka endurkomu að skákborðinu á árinu 2021 þar sem hann hafði ekki teflt í reiknuðu skákmóti síðan árið 2015.
Jakob Sævar Sigurðsson er því skákmaður HSÞ 2021.
