Skákþing Norðlendinga 2020 fór fram á netinu (Tornelo)

Skákþing Norðlendinga 2022 og 4 mót BRIM-mótaraðarinnar verður haldið helgina 25-27 mars í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 Húsavík.

Dagskrá:

Föstudagurinn 25. mars klukkan 19:30
1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5

Laugardagurinn 26. mars klukkan 11:00 5. umferð, kappskák 90+30
Laugardagurinn 26. mars klukkan 17:00 6. umferð, kappskák 90+30

Sunnudagurinn 27. mars klukkan 11:00 7.umferð, kappskák 90+30

Hraðskákmót Norðlendinga 2022 fer síðan fram á sama stað. Líklegt er að það hefjist ekki fyrr en um kl 15:30 á sunnudeginum. Ekkert þátttökugjald er í hraðskákmótið. Umferðafjöldi ræðst af keppendafjölda. Tímamörk 5 mín. (ekki viðbótartími)

Eftirfarandi Oddastig (tiebreaks) gilda í móltinu: 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart

Bæði mótin verða reiknað til FIDE skákstiga.

Þáttökugjöld: 4000 kr.
2000 kr. fyrir 16 ára og yngri
Ókeypis fyrir GM/IM.

Frá Skákþingi Norðlendinga á Narfastöðum 2007

Skráningarform

Þegar skráðir keppendur

40 fyrstu sem skrá sig til leiks fá keppnisrétt í mótinu þar sem Framsýnarsalurinn rúmar ekki meira en 20 borð. Aðrir fara á biðlista.

Uppfært. Við nánari skoðun og tilfæringar í Framsýnarsalnum er ljóst að mögulegt er að halda 40 keppenda skákmót án þess að mjög sé þrengt að keppendum. 

Áskell Örn Kárason vann mótið á Gamla Bauk 2010

Verðlaunafé í Skákþingi Norðlendinga. (einungis keppendur með lögheimili á Norðurlandi og skiptist jafnt á milli keppenda endi þeir jafnir að vinningum)

  1. sæti 40.000 kr
  2. sæti 20.000 kr
  3. sæti 10.000 kr

Veitt verða eignarbikarar fyrir þrjá efstu (með lögheimili á Norðurlandi) og farandbikar handa Skákmeistara Norðlendinga 2022. Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjá efstu í unglingaflokki (16 ára og yngri með lögheimili á Norðurlandi). Þórleifur Karlsson varð skákmeistari Norðlendinga 2021 sem haldið var á Sauðárkróki.

  1. sæti í BRIM-mótinu (Ekki lögheimil á Norðurlandi) 30.000 kr

Um verðlaunafé í BRIM-hlutanum má lesa hér fyrir neðan.

Almenn Kynning á BRIM Mótaröðinni: 
Taflfélag Reykjavíkur kynnir með stolti, í samstarfi með þremur félögum, Skákfélagi Akureyrar, Skákfélagi Selfoss og nágrennis og Skákfélaginu Goðinn, BRIM Skákmótaröðina 2020-2021!
Haldin verða sex helgarskákmót, þrjú í TR, eitt á Norðurlandi, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Á föstudegi verða tefldar fjórar atskákir, á laugardegi tvær kappskákir og á sunnudegi ein kappskák.
Brim er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ásamt Skáksambandi Íslands. Keppt verður um glæsileg verðlaun; 350.000 króna verðlaunasjóður er fyrir bestan samanlagðan árangur. Það verður stigakeppni þar sem fjögur bestu mót hvers skákmanns gilda.
Stigakeppnin virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Aukastig fyrir sigur í hraðskákmótinu eftir aðalmótið. Stigakeppnir  með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Fjögur bestu mót hvers þáttakanda gilda í stigakeppninni.

 

Skákþing Norðlendinga 2022 er styrkt af PCC BakkiSilikon 
BRIM-mótið er styrkt af BRIM útgerðarfélagi

Skákþing Norðlendinga 2020 fór fram á netinu (Tornelo)
Þetta Skákþing Norðlendinga verður það 88 í röðinni, en mótið hefur verið haldið óslitið frá árinu 1935. Þetta verður sjötta Skákþing Norðlendinga sem Skákfélagið Goðinn heldur. Fyrsta mótið var haldið á Narfastöðum í Reykjadal. Það næsta fór fram á Gamla Bauk á Húsavík, síðan í Árbót í Aðaldal. Þar á eftir í Framsýnarsalnum á Húsavík og síðan á netinu (Tornelo)