17.1.2012 kl. 16:45
Janúaræfingmót Goðans. Ævar efstur þegar mótið er hálfnað.
Ævar Ákason er efstur með 4 vinninga af 5 mögulegum þegar janúaræfingamót Goðans er hálfnað. Hermann Aðalsteinsson og Júlíus Bessason koma næstir með 3 vinninga og Smári Sigurðsson hefur 2,5 vinninga. Hermann og Ævar hafa lokið 5 skákum en Júlíus og Smári hafa lokið 4 skákum.

Júlíus Bessason hefur ekki tapað skák og vann Hermann í gærkvöld.
Nýjasti liðsmaður Goðans, Júlíus Bessason (bróðir Heimis) byrjar vel hjá Goðanum og er taplaus enn sem komið er. Hann vann Hermann og Ævar í gær.

Sigurgeir Stefánsson gerði jafntefli við Júlíus í fyrstu umferð.
Nokkuð er um frestanir á skákum og þurfa helst þrjár skákir að klárast fyrir nk. mánudag.
Heimir – Sighvatur
Snorri – Heimir
Júlíus – Heimir
