Nýtt skákmót, Janúarmót Hugins, hefst á Húsavík og Laugum laugardaginn 3. janúar nk. Mótið verður nokkuð öðruvísi er önnur mót sem Huginn hefur haldið á norðursvæði þar sem teflt verður í tveimur riðlum, Austur-riðli og Vestur-riðli. Vestur -riðillinn verður skipaður félagsmönnum sem búa á vestursvæðinu og hann verður tefldur á Laugum, Stórutjörnum eða Vöglum eftir hentugleika í hvert sinn. Austur-riðillinn verður skipaður félagsmönnum sem búa á Húsavík og nágrenni og tefldur í Framsýnarsalnum á Húsavík.

Allir tefla við alla í hvorum riðli fyrir sig. Tímamörk verða 60 mín + 30 sek og skákirnar verða reikninghæfar til Íslenskra skákstiga og Fide skákstiga. Að riðlakeppni lokinni verður blásið til úrslitakeppni sem verður tefld á Húsavík. Þar mætast efstu skákmenn í báðum riðlum og tefla tvær skákir með skiptum litum, með sömu tímamörkum og í riðlakeppninni, um sigur í mótinu. Þeir sem enda í 1. sæti í báðum riðlum tefla um 1-2. sætið í mótinu. Þeir sem lenda í 2. sæti í báðum riðlum tefla um 3. sætið í mótinu og svo koll af kolli. Fáist ekki fram úrslit, verða tvær hraðskákir tefldar og verði enn jafnt þá verður tefld “armageddon” skák sem sker úr um sæti.

Dagskrá:

  • 1-2    umferð laugardaginn 3. janúar.
  • 3.      umferð mánudagskvöldið 5. janúar
  • 4-5.   umferð laugardaginn 10. janúar.
  • 6.      umferð mánudagskvöldið 12 janúar.
  • 7.      umferð laugardaginn 17. Janúar.

Úrslitakeppnin laugardaginn 24. janúar, eða sunnudaginn 25. janúar

Mótið er skráð á chess-results.

Skáningarfrestur er til 30. janúar en eftirtaldir eru þegar skráðir til leiks:

 Austur-riðill:

Smári Sigurðsson
Sigurður G Daníelsson
Heimir Bessason
Ævar Ákason
Sighvatur Karlsson
Hlynur Snær Viðarsson
Guðmundur Hólmgeirsson

Vestur-riðill:

Tómas Veigar Sigurðarson
Jakob Sævar Sigurðsson
Rúnar Ísleifsson
Ármann Olgeirsson
Hermann Aðalsteinsson
Sigurbjörn Ásmundsson
Jakub Piotr Statkiewicz
Jón Aðalsteinn Hermannsson

Þar sem allir tefla við alla í hvorum riðli fyrir sig gefur það möguleika á því að fresta eða flýta skákum eftir hentuleika, en öllum skákum þarf þó helst að vera lokið fyrir 24. janúar. Það er pláss fyrir einn til tvo skákmenn í báðum riðlum og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig til leiks hjá formanni fyrir 30. desember í síma 4643187 eða 8213187.

Dregið verður um tölfuröð í báðum riðlum á gamlársdag í Framsýnarsalnum á Húsavík.