Vestur
Vestur-riðli lauk í dag (að mestu) með sigri Hjörleifs Halldórssonar (1920) frá Akureyri. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga og er hálfum á undan næsta manni.
Vestanmenn eru afar seinþreyttir til vandræða ef marka má mótstöfluna, enda gerðu fjórir efstu jafntefli í öllum innbyrðis skákunum! Í heildina gerðu vestanmenn jafntefli í níu skákum, en aðeins tveim lauk með jafntefli fyrir austan.
Sagt er að vestanmenn séu með þessu að undirbúa sig fyrir samningaviðræður við Evrópusambandið, en allir sem einn eru miklir áhugamenn um inngöngu. [Gæti verið ósatt – #KvPalli]
Tefldar voru þrjár skákir úr 6. umferð og ein úr 7. (Jakob og Jakub) í dag og urðu úrslit eftirfarandi:
Lokastaðan í vestur er því þannig:
1. Hjörleifur Halldórsson 5,5 vinningar af 7
2. Jakob Sævar Sigurðsson 5
3. Hermann Aðalsteinsson 4,5
4. Rúnar Ísleifsson 4
5. Sigurbjörn Ásmundsson 4
6. Ármann Olgeirsson 2,5
7. Jón Aðalsteinn Hermannsson 1
8. Jakub Piotr Statkiewicz 0,5
Þess ber að geta að Ármann Olgeirsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson eiga inni frestaða skák, en hún hefur engin áhrif á röð keppenda.
Allar skákir mótsins eru aðgengilegar á síðunni og er bent á tenglana að neðan.
Austur
Þegar hefur verið greint frá því að Tómas Veigar Sigurðarson sigraði í austur riðli. Nú er öllum skákum riðilsins lokið og því hægt að birta lokaniðurstöðuna, en síðasta skák riðilsins var tefld s.l. miðvikudag og lauk með sigri Ævars ákasonar (1433) í skák gegn Sighvati Karlssyni (1298).
Lokastaðan í austur:
1. Tómas Veigar Sigurðarson 6,5
2. Sigurður Gunnar Daníelsson 6
3. Smári Sigurðsson 5
4. Hlynur Snær Viðarsson 4
5. Ævar Ákason 2
6. Sighvatur Karlsson 2
7. Heimir Bessason 1,5
8. Guðmundur Hólmgeirsson 1
Úrslitakeppnin
Þegar þetta liggur allt fyrir er hægt að birta hverjir koma til með að tefla til úrslita. Úrslitakeppnin fer þannig fram að tefldar verða tvær skákir um endanleg sæti – efstu menn úr hvorum riðli tefla þannig um 1.-2. sætið, næst efstu um 3.-4. o.s.frv..
Þá verður jafnframt keppst um hvort liðið fær fleiri vinninga og er heiðurinn í verðlaun. Úrslitakeppnin fer fram um næstu helgi og verður nánar auglýst fljótlega.