Vestur

Hjörleifur Halldórsson
Hjörleifur Halldórsson – Ljósmyndara voru mislagðar hendur í birtunni í Fnjóskadal í morgun

Vestur-riðli lauk í dag (að mestu) með sigri Hjörleifs Halldórssonar (1920) frá Akureyri. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga og er hálfum á undan næsta manni.

Vestanmenn eru afar seinþreyttir til vandræða ef marka má mótstöfluna, enda gerðu fjórir efstu jafntefli í öllum innbyrðis skákunum! Í heildina gerðu vestanmenn jafntefli í níu skákum, en aðeins tveim lauk með jafntefli fyrir austan.

vestur_tafla
Jafntefli

Sagt er að vestanmenn séu með þessu að undirbúa sig fyrir samningaviðræður við Evrópusambandið, en allir sem einn eru miklir áhugamenn um inngöngu. [Gæti verið ósatt – #KvPalli]

Tefldar voru þrjár skákir úr 6. umferð og ein úr 7. (Jakob og Jakub) í dag og urðu úrslit eftirfarandi:

6_7_umf_vestur

Sigurbjörn Ásmundsson og Hjörleifur Halldórsson
Sigurbjörn Ásmundsson og Hjörleifur Halldórsson

Lokastaðan í vestur er því þannig:

1. Hjörleifur Halldórsson 5,5 vinningar af 7
2. Jakob Sævar Sigurðsson 5
3. Hermann Aðalsteinsson 4,5
4. Rúnar Ísleifsson 4
5. Sigurbjörn Ásmundsson 4
6. Ármann Olgeirsson 2,5
7. Jón Aðalsteinn Hermannsson 1
8. Jakub Piotr Statkiewicz 0,5

Þess ber að geta að Ármann Olgeirsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson eiga inni frestaða skák, en hún hefur engin áhrif á röð keppenda.

Allar skákir mótsins eru aðgengilegar á síðunni og er bent á tenglana að neðan.

Austur

Þegar hefur verið greint frá því að Tómas Veigar Sigurðarson sigraði í austur riðli. Nú er öllum skákum riðilsins lokið og því hægt að birta lokaniðurstöðuna, en síðasta skák riðilsins var tefld s.l. miðvikudag og lauk með sigri Ævars ákasonar (1433) í skák gegn Sighvati Karlssyni (1298).

austur_tafla

Lokastaðan í austur:

1. Tómas Veigar Sigurðarson 6,5
2. Sigurður Gunnar Daníelsson 6
3. Smári Sigurðsson 5
4. Hlynur Snær Viðarsson 4
5. Ævar Ákason 2
6. Sighvatur Karlsson 2
7. Heimir Bessason 1,5
8. Guðmundur Hólmgeirsson 1

Úrslitakeppnin

Þegar þetta liggur allt fyrir er hægt að birta hverjir koma til með að tefla til úrslita. Úrslitakeppnin fer þannig fram að tefldar verða tvær skákir um endanleg sæti – efstu menn úr hvorum riðli tefla þannig um 1.-2. sætið, næst efstu um 3.-4. o.s.frv..

Þá verður jafnframt keppst um hvort liðið fær fleiri vinninga og er heiðurinn í verðlaun. Úrslitakeppnin fer fram um næstu helgi og verður nánar auglýst fljótlega.

lokakeppni_keppendur