Noa_Siriusmot_2015_2umf_04Önnur umferð Nóa Síríusmótsins – Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var tefld í gær, fimmtudag.

Talsvert var af óvæntum úrslitum í umferðinni og ber þar hæst sigur Dags Ragnarssonar (2059) í viðureign við WGM Lenku Ptácníková (2270) og sigur Hrafns Loftssonar (2165) gegn IM Björgvin Jónssyni (2353)

Fjórir eru nú efstir með fullt hús: GM Þröstur Þórhallson (2433), IM Jón Viktor Gunnarsson (2433), Hrafn Loftsson (2165) og Dagur Ragnarsson (2059).

Guðmundur Stefán Gíslason (2315) og Ögmundur Kristinsson (2062) eiga inni frestaða skák og geta bæst við hóp efstu manna.

Noa_Siriusmot_2015_2umf_01En það voru liðsmenn ungu kynslóðarinnar sem stal senunni í umferðinni því fjölmargir úr þeirra hópi náðu hagstæðum úrslitum sem kannski mætti lýsa sem óvæntum:

Dagur Ragnarsson (2059) – Lenka Ptácníková (2270) 1 – 0
IM Karl Þorsteinsson (2456) – Óliver Aron Jóhannesson (2170) 1/2 – 1/2
Sverrir Örn Björnsson (2117) – Gauti Páll Jónsson (1871) 1/2 – 1/
Örn Leó Jóhannsson (2048) – Halldór Grétar Einarsson (2187) 1/2 – 1/2
Magnús Teitsson (2205) – Dagur Andri Friðgeirsson (1849) 1/2 – 1/2

Pörun 3. umferðar verður birt á laugardaginn, 17. janúar, kl. 17!

gestamotid_2_umf_stada

Myndir frá 2. umferð