Tvær frestaðar skákir voru tefldar í dag í austur riðli á Húsavík.
Í fyrri skákinni tefldu Sighvatur Karlsson og Guðmundur Hólmgeirsson og lauk skákinni með sigri Sighvats.
Að því loknu tefldi Sighvatur aðra frestaða skák, nú við Smára Sigurðsson, en þeirri skák lauk með sigri Smára.
Næstu umferðir verða tefldar um helgina og hefst taflmennskan kl. 11 á laugardaginn. Austurmenn tefla á Húsavík en Vestur væntanlega á Laugum í Reykjadal.
Skákirnar. Hægt er að velja hina skákina með því að smella á borðann yfir skákborðinu. Aðrar skákir mótsins eru á síðu mótsins.