Nóa Síríus mótið, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks, hefst á morgun í Stúkunni á Kópavegsvelli.

Mótið er afar vel skipað en mótið í fyrra var sterkasta innlenda mót sem haldið hefur hérlendis.

Meðal keppenda nú eru tveir stórmeistarar, einn stórmeistari kvenna, fimm alþjóðlegir meistarar og fjórir FIDE-meistarar. Alls hafa um 35 keppendur meira en 2.000 skákstig!

Aðstæður í Stúkunni í einstakar – sennilega þær bestu á landsvísu til skákiðkunar. Hér má sjá nokkar myndir frá skákstað en skáksalurinn var settur upp í gær.

Fyrsta umferð hefst kl. 19:30. Gestir og gangandi eru sérstaklega boðnir velkomnir en boðið verður upp á kaffi og konfekt frá Nóa Síríusi!

Síða mótsins