Hraðskákmót Hugins var haldið í 27 sinn siðast liðið mánudagagskvöld 29. október Tefldar voru 7 umferðir, tvöföld við við hvern andstæðing þannig að mest var hægt að fá 14 vinninga. Það var aldrei spurning nema kannski rétt í byrjun hver færi með sigur af hólmi á mótinu. Nýbakaður skákmeistari Hugins Kristján Eðvarðsson sigarði örugglega með 13,5v af fjórtán mögulegum. Eftir jafntefli við Sigurð Frey Jónatansson í fyrstu umferð fylgdu 13 sigurskákir í röð hjá Kristjáni og hann landaði þar með hraðskákmeistaratitlinum í fyrsta sinn

Í öðru sæti varð Ingólfur Gíslason með 8,5v og sýndi hann með góðri taflmennsku að árangurinn á meistarmótinu var engin tilviljun. Síðan komu jafnir með 8v Óskar Maggason og Sigurður Freyr Jónatansson. Þeir skiptu með sér verðlaunum en Óskar var hærri á stigum.

Lokastaðan í chess-results.

Að loknu hraðskákmótinu fór fram verðlaunaafhending bæði vegna þess og Meistaramóts Hugins sem lauk fyrir skömmu. Það vantaði að vísu tvo verðlaunahafa Vignir Vatnar Stefánsson og Gauta Pál Jónsson úr meistaramótinu. Aðrir keppendur voru samt bara nokkuð ánægðir með sín verðlaun.

Það voru fjölbreytt verðlaun á Meistaramóti Hugins.

  1. sæti kr. 50.000: Vignir Vatnar Stefánsson
  2. sæti kr. 40.000: Kristján Eðvarðsson
  3. sæti kr. 30.000 (skipt): Gauti Páll Jónsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Vigfús Vigfússon

Skákmeistari Hugins, kr. 15.000: Kristján Eðvarðsson
Undir 2000 kr. 10.000: Óskar Víkingur Davíðsson
Undir 1800 kr. 10.000: Jóhann Arnar Finnsson
Undir 1600 kr. 10.000: Ingólfur Gíslason.
Sigalausir kr. 7.000: Magnús Sigurðsson

Unglingaverðlaun:
1. verðlaun kr. 10.000: Vignir Vatnar Stefánsson
2. verðlaun kr. 5.000: Batel Goitom Haile.

Miðað var við alþjóðleg stig og aðeins var hægt að fá ein aukaverðlaun.