Verðlaunahafar. Sigurð Daníelsson vantar á myndina

Hjörleifur Halldórsson SA vann sigur á hinu árlega Framsýnarmóti í skák sem fram fór á Húsavík um helgina. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Jan Olav Fivelstad TR. varð annar með 5 vinninga og Karl Egill Steingrímsson SA varð þriðji með 4,5 vinninga. Framsýnarmótið var haldið með breyttu sniði í ár en einungis 25 mín atskákir voru á dagskrá með 3 sek/leik í aukatíma. Mótið var jafnt og mörg jafntefli litu dagsins ljós.

Frá 5. umferð Framsýnarmótsins

Sigurður Daníelsson var efstur heimamanna með 4,5 vinninga, Rúnar Ísleifsson var annar með 4 og Smári Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson fengu 3,5 vinninga. Kristján Ingi Smárason vann sigur í unglingaflokki með 1,5 vinninga.

Framsýn Stéttarfélag gaf öll verðlaun í mótinu. Mótið á chess-results

Lokastaðan

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Halldorsson Hjorleifur ISL 1877 5,5 0,0 5 24,0
2 5 Fivelstad Jon Olav NOR 1813 5,0 0,0 4 26,0
3 9 Steingrimsson Karl Egill ISL 1680 4,5 1,0 3 26,0
4 4 Danielsson Sigurdur ISL 1867 4,5 0,0 3 22,0
5 2 Isleifsson Runar ISL 1881 4,0 0,5 2 26,5
6 8 Eymundsson Eymundur ISL 1720 4,0 0,5 2 22,0
7 7 Adalsteinsson Hermann ISL 1723 3,5 0,0 2 22,0
8 1 Sigurdsson Smari ISL 1915 3,5 0,0 1 24,0
9 6 Steinbergsson Hjortur ISL 1752 3,5 0,0 2 24,5
10 10 Asmundsson Sigurbjorn ISL 1456 2,5 0,0 1 25,0
11 11 Smarason Kristjan Ingi ISL 1422 1,5 0,0 0 26,5

 

Hér að neðan má skoða myndir frá mótinu.

Hjörleifur og Karl Egill

 

Kristján ingi Smárason