Um þessar mundir berjast sterkustu skákkonur heims um Evrópumeistaratitil kvenna, en orrustan fer fram í borginni Plovdiv í Búlgaríu.
Stórhuginn Lenka Ptácníková (2310) hefur farið hamförum framan af móti, leikið hverjum þrusuleiknum á fætur öðrum og lagt kollega sína að velli.
Því miður sannast þó hið fornkveðna í dag, að ekki verði feigum forðað, því eftir hörð átök liðinna umferða fór svo að Lenka varð að láta í minni pokann þegar hún atti kappi við alþjólega meistarann Almiru Skripchenko (2449).
Vert er að minnast þess að fall er fararheill. Huginn hefur fulla trú á að Lenka nái vopnum sínum og fyrri styrk, bíti í skjaldarrendur og knýi fram sigur í lokaumferðunum.
Huginn færir Lenku hugheilar baráttukveðjur.
Sjá Plovdiv á stærra korti