Hermann Aðalsteinsson er að gera gott mót í Vegas. Í fjórðu umferð sigraði hann Abdullah Abdul-Basir (1505) og var þar með með 2,5 vinninga úr fjórum umferðum.
Úslit úr fimmtu umferð voru að detta í hús, en Hermann vann aftur, nú með hvítu gegn Pedro Casillas (1451) og er nú með 3,5 vinninga af 5 mögulegum, sem setur hann í fína stöðu fyrir lokaumferðirnar.
Af öðrum úrslitum má nefna að Guðmundur Kjartansson og bróðir hans Ólafur unnu sínar viðureignir, Dagur Arngrímsson gerði jafntefli en Björn Þorfinnsson tapaði sinni skák.
Pörun í 6. umferð, sem hefst kl. 01:00, liggur ekki fyrir.
Skeyti barst frá Las Vegas í dag með skák Hermanns úr 4. umferð, hún fær að fljóta með. Hermann stýrir hvítu mönnunum og leggur andstæðing sinn nokkuð laglega.
[pgn]
[Event „Millionare Chess Las Vegas“]
[Site „?“]
[Date „2014.10.11“]
[Round „?“]
[White „Adalsteinsson, Hermann“]
[Black „Abdul Bashir, Abdullah“]
[Result „1-0“]
[ECO „B34“]
[BlackElo „1505“]
[PlyCount „79“]
[SourceDate „2014.10.11“]
1. e4 c5 2. Nf3 Nc6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 g6 5. Nc3 Bg7 6. Be3 Nf6 7. Bb5 O-O 8.
O-O a6 9. Ba4 d6 10. Nxc6 bxc6 11. Bxc6 Rb8 12. Rb1 Qc7 13. Nd5 Nxd5 14. exd5
Rxb2 15. Rxb2 Bxb2 16. c4 Bd7 17. Qa4 Bxc6 18. dxc6 Rc8 19. Rb1 Be5 20. Rb6 Bf4
21. Rxa6 Bxe3 22. fxe3 Qb8 23. h3 Qb1+ 24. Kh2 Kg7 25. Ra7 Re8 26. Qa6 Qb8 27.
Rb7 Qa8 28. Qxa8 Rxa8 29. c7 Rc8 30. a4 Kf6 31. a5 Ke6 32. a6 Kd7 33. a7 Kc6
34. Rb8 Rxc7 35. a8=Q+ Kd7 36. Rd8+ Ke6 37. Qd5+ Kf6 38. Rf8 e6 39. Qxd6 Rxc4
40. Qd7 1-0
[/pgn]
