Hermann Aðalsteinsson er að gera gott mót í Vegas. Í fjórðu umferð sigraði hann  Abdullah Abdul-Basir (1505) og var þar með með 2,5 vinninga úr fjórum umferðum.

Úslit úr fimmtu umferð voru að detta í hús, en Hermann vann aftur, nú með hvítu gegn Pedro Casillas (1451) og er nú með 3,5 vinninga af 5 mögulegum, sem setur hann í fína stöðu fyrir lokaumferðirnar.

Af öðrum úrslitum má nefna að Guðmundur Kjartansson og bróðir hans Ólafur unnu sínar viðureignir, Dagur Arngrímsson gerði jafntefli en Björn Þorfinnsson tapaði sinni skák.

Pörun í 6. umferð, sem hefst kl. 01:00, liggur ekki fyrir.

Skeyti barst frá Las Vegas í dag með skák Hermanns úr 4. umferð, hún fær að fljóta með. Hermann stýrir hvítu mönnunum og leggur andstæðing sinn nokkuð laglega.