Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 4. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði. Á síðasta ári sigraði Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis!
Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og hét þá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigraði Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótið fékk fljótlega nafnið Mjóddarmótið enda ekki hægt að halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt að halda mótið á kjördegi eftir að félagið flutti í núverandi húsnæði.
Verðlaun eru sem hér segir:
- 1. 15.000
- 2. 10.000
- 3. 5.000
Skráning:
- Sími: 866 0116