Dawid Kolka vann eldri flokkinn á æfingu sem haldin var 9. mai sl. með fullu húsi 6v af sex mögulegum. Dawid vann allar fimm skákirnar sem hann tefldi og leysti einnig dæmi æfingarinnar rétt, eins og reyndar allir þeir sem glímdu við dæmið á æfingunni gerðu einnig. Flestir án verulegrar aðstoðar.  Í þetta sinn var dæmið nr. 11 úr bronsinu og var lagt fyrir bæði eldri og yngri flokkinn. Dæmið var þess eðlis að ekki var hægt að setja það upp sem krossapróf og átti í staðinn að skrifa upp rétta leikjaröð 4-5 leiki fram í tímann. Þetta þurfti smá útskýringu fyrir þá yngri en þegar þau voru búinn að átta sig á því hvað átti að gera gekk þetta nokkuð vel. Það var hörð barátta um næstu sæti en fimm voru jöfn með 4v. Það voru Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Adam Omarsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson og Batel Goitom Haile. Eins og oft áður þá var Óskar Víkingur efstur á stigum og hlaut annað sætið og Stefán Orri hlaut þriðja sætið skv. stigum.

IMG_2746Yngri flokkinn vann Óttar Örn Bergmann Sigfússon 6v af sex mögulegum. Eins og Dawid þá vann Óttar Örn allar fimm skákirnar á æfingunni og leysti dæmið rétt. Annar var Rayan Sharifa með 5v. Sigurður Rúnar Gunnarsson og Jósef Omarsson komu næstir með 2,5 og einnig jafnir á stigum. Þeir tefldu eina skák um sigurinn og þar hafði Sigurður Rúnar betur og þar með þriðja sætið.

Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Adam Omarsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Batel Goitom Haile, Ívar Lúðvíksson, Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen, Sölvi Már Þórðarson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Josef Omarsson og Emil Sær Birgisson.

Engin æfingin verður á annan í Hvítasunnu svo næsta æfing verður mánudaginn 23. maí 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmi 11 í bronsinu

Ferningurinn. Hvítur á leik á vinnur. Skrifa þarf upp fyrstu fjóra til fimm leikina þangað til hvítur er kominn með drottningu.