Dawid Kolka vann eldri flokkinn  og Jósef Omarsson vann yngri flokkinn á Huginsæfingu sem haldin var 23. mai sl. Dawid fékk 7,5v af átta mögulegum. Það var Óskar Víkingur sem náði jafnteflinu í barningsskák. Aðra andstæðinga vann Dawid örugglega og leysti að auki dæmi æfingarinnar. Það gerðu líka flestir sem við það reyndu. Dæmið snérist um þekkt gegnumbrot í peðsendatafli sem allir verða að þekkja. Það er mjög langt síðan það hefur verið sett upp á þessum æfingum og eins hefur það ekki verið tekið fyrir í kennslutímum fyrir utan æfinganna. Samt sem áður könnuðust flestir í eldri flokknum á æfingunni við dæmið. Eins og á síðustu æfingu þurfti að skrifa upp lausnina þangað til hvítur var kominn með drottningu. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson,með 6,5v en hann gerði eins og áður er komið fram jafntefli við Dawid en mátti játta sig sigraðan í skákinni við Heimir Pál Ragnarsson sem var í þriðja sæti með 5,5v. Josef vann yngri flokkinn með fullu húsi 6v af sex mögulegum, Annar var Sigurður Rúnar Gunnarsson með 3,5v og þriðji var Emil Sær Birgisson..

Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Ísak Orri Karlsson, Árni Ólafsson, Brynjar Haraldsson, Adam Omarsson, Jósef Omarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Emil Sær Birgisson.og Stefán Silvíuson.

Næsta æfing verður mánudaginn 30. maí 2016 og hefst kl. 17.15. Það verður jafnframt lokaæfing vetrarins. Þá verða veittar viðurkenningar fyrir veturinn í þremur flokkum. Stigameistarar æfinganna fá bókaverðlaun og verðlaunagripi en einnig verða veitt bókarverðlaun fyrir þá sem hafa mætt best í vetur og þá sem mestar framfarir hafa tekið á æfingunum.. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmi æfingarinnar:

Hvítur leggur allt í sölurnar til að brjótast í gegn. Ef allir fjórir möguleikar hvíts í stöðunni eru skoðaðir vel þá eiga flestir að koma niður á rétta lausn.