Kynningar á Ólympíuförunum sem þátt taka í Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Tromsö (eða Sochi ) dagana 1.-14. ágúst nk. standa yfir á skák.is. Skákhuginn.is fékk góðfúslegt lyfi til að birta kynningarnar á félagsmönnum Hugins sem sæti eiga í Olympíuliði Íslands. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem teflir á fjórða borði í kvennaliðinu er kynnt fyrst til sögunnar.
Nafn
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Taflfélag
Skákfélagið Huginn
Staða
Fjórða borð í kvennaliðinu.
Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?
Ég tók fyrst þátt árið 2010 í Síberíu og var einnig á mótinu í Istanbúl svo hef tekið þátt tvisvar.
Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?
Eins og þær eru nú margar eftirminnilegar stendur ein upp úr frá mótinu í Istanbúl árið 2012. Í elleftu umferð tefldum við við Albaníu og ég tefldi á móti stigalágum. Ég tefldi byrjunina alveg þokkalega og fékk kolunnið endatafl en tók þá mjög slæmar ákvarðanir. Þegar ég sá það að ég var komin með koltapað leit ég á stelpurnar en þá var Hallgerður að tapa, þetta leit ekkert sérstaklega vel út hjá Lenku en allavega jafntefli og Tinna búin að vinna. Ég var því að kosta okkur sigur í þessari viðureign sem var býsna mikilvæg enda síðasta umferðin. Bruna Tuzi hafði hvítt og var komin með fjarlægt frípeð sem ég gat ekki stoppað. Ég átti þó mitt en hún gat stoppað það, það eina sem hún þurfti að gera var að leika kóngnum undir peðið mitt. Hún var aðeins of æst í að koma sínu peði upp í borð og gleymdi því síðasta kóngsleiknum. Þannig fór mitt peð líka upp í borð og ég með unna stöðu og viðureignin vannst.
Minnisstæðasta atvik á Ólympíuskákmóti?
Það eru svo mörg atriði sem sitja eftir að það er erfitt að velja. Lyfturnar í Síberíu voru svona frekar shaky og áttu það til að skellast á mann á meðan maður var að komst út svo helsta aðferðin var að hálf hoppa út úr lyftunum. Eitt skiptið byrjaði lyftan að gefa frá sér hávær skruðnings hljóð. Allir í lyftunni litu á hvern annan og byrjuðu að hlæja svona við erum öll að fara að deyja hlátri (það fóru allir út á 3. hæð). Eftir þetta löbbuðum við oftast upp allar tólf hæðirnar
Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?
Að okkur muni ganga betur en upphafsstaðan og að öllum í liðinu gangi vel miðað við rating performance
Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?
Í opnum flokki spái ég Armennum sigur en í kvennaflokki Kína
Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?
Við höfum mætt reglulega í tíma hjá Ingvari. Annars bara að tefla á netinu til að haldi sér í æfingu og skoða nýjar byrjanir
Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?
Ég hef ekki teflt fyrir norðan heilskautabaug en ég hef teflt í Kúlusúk og Tassilaq á Grænlandi sem eru ekki langt frá heimsskautabaug
Eitthvað að lokum?
Áfram Ísland
[pgn]
[Event „Chess Olympiad (Women)“]
[Site „Istanbul TUR“]
[Date „2012.09.09“]
[EventDate „2012.08.28“]
[Round „11.33“]
[Result „0-1“]
[White „Bruna Tuzi“]
[Black „J Johannsdottir“]
[ECO „B27“]
[WhiteElo „1546“]
[BlackElo „1886“]
[PlyCount „132“]
1. e4 c5 2. Nf3 g6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 Nc6 5. Nc3 Bg7 6. Nb3
Nf6 7. Be2 O-O 8. O-O b6 9. f4 d6 10. Bf3 Bb7 11. Nd5 Rc8
12. c3 Nd7 13. Kh1 Nc5 14. Re1 Ba8 15. Qc2 Ne6 16. Qd1 Nc5
17. h3 e6 18. Ne3 Ne7 19. Nc2 e5 20. Nb4 a5 21. Nd5 Bxd5
22. exd5 Nf5 23. fxe5 Bxe5 24. Kg1 Qh4 25. Nxc5 bxc5 26. Bg4
Kh8 27. Bxf5 gxf5 28. Re3 Rg8 29. Qe1 Qf4 30. g3 Rxg3+
31. Rxg3 Qxg3+ 32. Qxg3 Bxg3 33. Kg2 Be5 34. Bd2 Rg8+ 35. Kf2
Rg3 36. Ke2 Rxh3 37. Rf1 Rh5 38. b3 Kg7 39. c4 Rh2+ 40. Rf2
Rxf2+ 41. Kxf2 h5 42. Bxa5 h4 43. Kg2 f4 44. Be1 Bf6 45. Kh3
Bd8 46. Bxh4 f6 47. Kg4 f5+ 48. Kh3 Bxh4 49. Kxh4 Kf6 50. Kh3
Ke5 51. Kg2 Ke4 52. a4 Ke3 53. a5 Ke2 54. a6 f3+ 55. Kh2 f2
56. a7 f1=Q 57. a8=Q Qf4+ 58. Kh1 Qf3+ 59. Kh2 f4 60. Qa2+ Ke3
61. b4 Qg3+ 62. Kh1 Qe1+ 63. Kh2 Qxb4 64. Qa1 Qxc4 65. Qg1+
Kd2 66. Qg5 Qe2+ 0-1
[/pgn]