Lokaumferð EM kvenna fór fram í dag í borginni Plovdiv í Búlgaríu.

Stórhuginn Lenka Ptácníková (2310) mætti búlgörsku skákkonunni Nurgyul Salimova (1908) og hafði sigur í vel útfærðu og lærdómsríku hróksendatafli.

Lenka hóf mótið af miklum krafti og var á tímabili meðal efstu manna. Síðari hluti mótsins reyndist henni ekki eins happadrjúgur, en hún hlaut 5 vinninga í heildina og endaði í 65.-83. sæti.

Evrópumeistari varð rússneska landsliðskonan, Valentina Gunina (2501). Hún varð jafnframt Evrópumeistari árið 2012.