Nú er aðeins þrír dagar í setningu Ólympíuskákmótsins. Í dag kynnum við til sögunnar Lenku Ptácniková sem teflir á fyrsta borði í kvennaliðinu.
Nafn
Lenka Ptácníková
Taflfélag
Huginn
Staða
Fyrsta borð í kvennaliðinu
Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?
Í fyrsta sinn 1994 og öllum eftir það!
Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?
Á móti Evu Repkovu á Ólympíuskákmótinu í Khanty Mansiesk 2010 en þú ert búinn að birta hana mörgum sinnum. [Aths. ritstjóra – hún fylgir með enn einu sinni! Hér má sjá hana skýrða af Helga Ólafssyni]
Minnisstæða atvik
Byltingin í Jerevan var ógleymanleg. [Aths. ritstjóra – Lenka segir ítarlega frá því hér.]
Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?
Vona að bæði liðin lenda á ofarlega en þeim er raðað fyrir mót og mæti heim með fullt af stigum!
Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?
Í opnum flokki Armenía einu sinni en, reyndar eru mjög óánægðir með því að vita fyrir fram að geta ekki teflt í 2016 í Bakú (Armenar mega ekki koma í landið). Í kvennaflokki Kína.
Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?
Ég var að keppa ansi mikið í ár og auðvitað stúdera eitthvað nýtt á milli
Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?
Nei.
Eitthvað að lokum?
Áfram Ísland!
[pgn]
[Event „Chess Olympiad (Women)“]
[Site „Khanty-Mansiysk RUS“]
[Date „2010.09.27“]
[Round „6“]
[White „Lenka Ptacnikova“]
[Black „Eva Repkova“]
[Result „1-0“]
[ECO „C07“]
[WhiteElo „2282“]
[BlackElo „2447“]
[PlyCount „83“]
[EventDate „2010.09.21“]
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Nd2 c5 4. exd5 Qxd5 5. Ngf3 cxd4 6. Bc4 Qd6 7. O-O Nf6 8.
Nb3 Nc6 9. Nbxd4 Nxd4 10. Nxd4 a6 11. Re1 Qc7 12. Qe2 Bd7 13. Bg5 O-O-O 14. a4
Bc5 15. c3 h5 16. b4 Bd6 17. h3 e5 18. Nb5 axb5 19. axb5 Bf5 20. b6 Qxb6 21.
Be3 Qc7 22. Bb5 Nd7 23. Ra8+ Nb8 24. Ba7 Qxc3 25. Be3 Bc7 26. Rc1 Qxc1+ 27.
Bxc1 Rd6 28. Be3 Rhd8 29. Ba4 Rg6 30. Qxh5 Be4 31. f3 Bd3 32. Bb3 Rd7 33. Qh8+
Rd8 34. Qh4 f5 35. Bg5 Bb6+ 36. Kh1 Rf8 37. Be7 Bf1 38. Ra2 Bd8 39. Qh7 Rh6 40.
Qxg7 Rfh8 41. Bxd8 Kxd8 42. Rd2+ 1-0
[/pgn]