Lenka

Nú er aðeins þrír dagar í setningu Ólympíuskákmótsins. Í dag kynnum við til sögunnar Lenku Ptácniková sem teflir á fyrsta borði í kvennaliðinu.

Thumbnail for 1647

Nafn

Lenka Ptácníková

Taflfélag

Huginn

Staða

Fyrsta borð í kvennaliðinu

Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?

Í fyrsta sinn 1994 og öllum eftir það!


Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?

Á móti Evu Repkovu á Ólympíuskákmótinu í Khanty Mansiesk 2010 en þú ert búinn að birta hana mörgum sinnum. [Aths. ritstjóra – hún fylgir með enn einu sinni! Hér má sjá hana skýrða af Helga Ólafssyni]

Minnisstæða atvik

Byltingin í Jerevan var ógleymanleg. [Aths. ritstjóra – Lenka segir ítarlega frá því hér.]

Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?

Vona að bæði liðin lenda á ofarlega en þeim er raðað fyrir mót og mæti heim með fullt af stigum! 🙂

Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?

Í opnum flokki Armenía einu sinni en, reyndar eru mjög óánægðir með því að vita fyrir fram að geta ekki teflt í 2016 í Bakú (Armenar mega ekki koma í landið). Í kvennaflokki Kína.

Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?

 Ég var að keppa ansi mikið í ár og auðvitað stúdera eitthvað nýtt á milli

Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?

Nei.

Eitthvað að lokum?

Áfram Ísland!