hallgerdur
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir

Liðið í opnum flokki vann góðan 3 – 1 sigur á liði Skotlands í dag. Kvennasveitin tapaði hins vegar fyrir sterku liði Tékka — Hallgerður Helga gerði jafntefli við  WIM Karolínu Olsarova (2237) en stöllur hennar töpuðu allar sínum viðureignum.

Kvennaliðið hefur siglt ólgusjó fram til þessa , ýmist unnið nokkuð örugglega eða tapað. Sé tekið mið af því, þá ætti sigur að hafast gegn sveit blindra og sjónskertra sem kvennasveitin mætir á morgun.

Hjörvar Steinn Grétarsson teflir við John Rødgaard
Hjörvar Steinn Grétarsson teflir við John Rødgaard

Hjörvar Steinn Grétarsson hefur farið á kostum, taplaus eftir sjö skákir og þar af unnið fjórar og gert þrjú jafntefli. Árangur Hjörvars mælist 2607 skákstig! Hjörvar tefldi við GM Colin McNab í dag og mætti segja að sá síðarnefndi hafi aldrei séð til sólar enda líktist skákin meira Pacman-leik en skák á köflum. Skákin er aðgengileg hér að neðan með því að styðja á brúnu stikuna fyrir ofan borðið.

throstur
Landslið Hugins í opnum flokki – GM Hjörvar Steinn Grétarsson og GM Þröstur Þórhallsson – GM Jón L. landsliðsþjálfari fer yfir stöðuna.

Þröstur Þórhallsson tefldi við FM Alan Tate og leit lengi út fyrir að niðurstaðan yrði jafntefli — Þröstur kærði sig þó ekki um þá niðurstöðu og gjörsamlega pakkaði hr. Tate saman með hnitmiðaðri stórsókn sem kom nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti. Skákin er einnig aðgengileg hér að neðan. Árangur Þrastar til þessa mæist 2502 stig og þykir allgott.

Viðtal við Robin van Kampen eftir viðureign Hollands og Bandaríkjanna.