Tómas Veigar og Jakub Pitor

Hið árlega útiskákmót Hugins á norðursvæði fór fram í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal í kvöld, í frekar svölu en þurru veðri. Átta vaskir keppendur mættu til leiks og stóðu þrir þeirra sig áberandi best. Smári Sigurðsson, Tómas Veigar Sigurðarson og Sigurður Eiríksson urðu efstir og jafnir með 6 vinninga af 7 mögulegum og enduðu einnig alveg jafnir eftir stigaútreikning.

Tómas Veigar og Jakub Pitor
Tómas Veigar og Jakub Pitor

Hlynur Snær Viðarsson og Sigurbjörn Ásmundsson fengu báðir 3,5 vinninga sem skilaði þeim í 4-5 sætið. Hermann Aðalsteinsson varð sjötti með 1,5 vinning, Jón Aðalsteinn Hermannsson fékk einn vinning og Jakub Pitor Statkeiwicz fékk hálfan vinning.

Smári Sigurðsson og Sigurður Eiríksson
Smári Sigurðsson og Sigurður Eiríksson
Jón Aðalsteinn og Jakub Pitor
Jón Aðalsteinn og Jakub Pitor

Vetrarstarf Hugins á norðursvæði hefst svo mánudaginn 25. ágúst með félagsfundi og skákæfingu á Húsavík kl 20:30.