Örn Leó Jóhannsson sigraði örugglega á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 25. janúar sl. daginn fyrir skákdaginn. Örn Leó fékk 7v í jafn mörgum skákum og var búinn að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu umferð. Í öðru sæti var gamla kempan Jón Úlfljótsson með 5,5v og þriðji var Eiríkur Björnsson með 5v. Í tilefni af skákdeginum var bók Friðriks Ólafssonar Við skákborðið í aldarfjórðung 50 valdar sóknarskákir í verðlaun auk hefðbundinna úttekta.Örn Leó fór því á braut af skákkvöldinu bæði með bók og úttekt hjá Saffran. Í happdrættinu hlaut Sigurjón Haraldsson pizzu frá Dominos og Jón Úlfljótsson bók Friðriks.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Örn Leó Jóhannsson, 7v/7
- Jón Úlfljótsson, 5,5v
- Eiríkur Björnsson, 5v
- Kristófer Ómarsson, 4v
- Vigfús Ó. Vigfússon, 4v
- Jon Olav Fivelstad, 4v
- Sigurjón Haraldsson, 3,5v
- Hjálmar Sigurvaldason, 3v
- Gunnar Nikulásson, 3v
- Sigurður Freyr Jónatansson, 2v
- Hörður Jónasson, 1v
- Björgvin Kristbergsson, 0v