Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 25. janúar sl. með því að fá 6v af sex mögulegum. Annar var Stefán Orri Davíðsson með 5v og 16 stig og þriðji var Ísak Orri Karlsson með 5v og 15 stig. Flestir leystu dæmið á æfingunni sem er mikill viðsnúningur frá síðustu æfingu þegar enginn náði að leysa það. Í þetta sinn var um að ræða endatafl úr fyrstu bókinni í seríunni It´s your move, í kafla 2 dæmi 6. Svipað dæmi er nr. 12 í bronsinu en smá breyting á staðsetningu peðanna veldur því að þar er staðan jafntefli.

 

IMG_2639Í yngri flokki var Einar Dagur Brynjarsson efstur með 4v af fimm mögulegum og 14 stig. Einar Dagur sem er bara 6 ára vann þar með í fyrsta sinn yngri flokkinn á Huginsæfingunum. Annar var Andri Hrannar Elfarsson með 4v og 12 stig. Næstir komu Björgvin Hafliði Atlason og Guðmann Brimar Bjarnason með 3,5v. Björgin hafði þriðja sætið með 12 stig en Guðmann fékk það fjórða með 8,5 stig.

 

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Esther Lind Valdimarsdóttir, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ívar Lúðvíksson, Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen, Adam Omarsson, Elvar Jóhann Hólmsteinsson, Daníel, Einar Dagur Brynjarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Björgvin Hafliði Atlason, Guðmann Brimar Bjarnason, Brynja Stefánsdóttir, Lára Björk Bjarkadóttir, Heiður Þórey Atladóttir, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Jósef Omarsson, Jóhann Már Guðjónsson og Eric Gustaf Felix Hovenas.