Örn Leó Jóhannsson sigraði örugglega á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 25. janúar sl. daginn fyrir skákdaginn. Örn Leó fékk 7v í jafn mörgum skákum og var búinn að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu umferð. Í öðru sæti var gamla kempan Jón Úlfljótsson með 5,5v og þriðji var Eiríkur Björnsson með 5v. Í tilefni af skákdeginum var bók Friðriks Ólafssonar Við skákborðið í aldarfjórðung 50 valdar sóknarskákir í verðlaun auk hefðbundinna úttekta.Örn Leó fór því á braut af skákkvöldinu bæði með bók og úttekt hjá Saffran. Í happdrættinu hlaut Sigurjón Haraldsson pizzu frá Dominos og Jón Úlfljótsson bók Friðriks.

 

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Örn Leó Jóhannsson, 7v/7
  2. Jón Úlfljótsson, 5,5v
  3. Eiríkur Björnsson, 5v
  4. Kristófer Ómarsson, 4v
  5. Vigfús Ó. Vigfússon, 4v
  6. Jon Olav Fivelstad, 4v
  7. Sigurjón Haraldsson, 3,5v
  8. Hjálmar Sigurvaldason, 3v
  9. Gunnar Nikulásson, 3v
  10. Sigurður Freyr Jónatansson, 2v
  11. Hörður Jónasson, 1v
  12. Björgvin Kristbergsson, 0v