Örn Leó sigraði á hraðkvöldi

Örn Leó Jóhannsson sigraði á hraðkvöldi  GM Hellis sem fram fór 13.  janúar. Örn Leó fékk 8 vinninga af níu mögulegum. Vignir Vatnar Stefánsson og Elsa María Kristínardóttir voru svo jöfn með 7,5v en Vignir Vatnar var hærri á stigum í þriðja stigaútreikningi og hlaut annað sætið en Elsa María það þriðja. Örn Leó dró svo Hjálmar Sigurvaldason í lok hraðkvöldsins og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.

Nú verður gert smá hlé á þessum skákkvöldum en næst viðburður í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 3. febrúar kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

Röð Nafn Vinn. TB1 TB2 TB3
1 Örn Leó Jóhannsson  8 29 23 22,5
2 Vignir Vatnar Stefánsson  7,5 30 23 22,3
3 Elsa María Kristínardóttir  7,5 30 23 19,3
4 Vigfús Vigfússon  6 31 24 11
5 Jón Úlfljótsson 5 32 25 11,3
6 Gunnar Nikulásson  4 33 26 4,75
7 Ingibergsson Gunnar  3,5 34 27 3
8 Björgvin Kristbergsson  2,5 35 28 2
9 Hjálmar Sigurvaldason  1 36 29 0