
Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með fullu húsi 5v í fimm skákum í eldri flokki á æfingum sem haldin var 2. mars sl. Annar varð Felix Steinþórsson með 4v. Síðan komu tveir jafnir með 3v en það voru Dawid Kolka og Sindri Snær Kristófersson en Dawid var hærri á stigum og hlaut þriðja sætið en Sindri Snær það fjórða.
Það voru 3 þátttakendur jafnir og efstir í yngri flokki á æfingunni en það voru Adam Omarsson, Ísak Orri Karlsson og Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson. Þeir voru allir jafnir á stigum og unnu hvorn annan á víxl þannig að ekki var hægt að skilja á milli þeirra. Því var gripið til hlutkestis og þá hlaut Adam gullið, Ísak Orri silfrið og Baltasar bronsið.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Sindri Snær Kristófersson, Atli Mar Baldursson, Sefán Orri Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Adam Omarsson, Ísak Orri Karlssson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Arnar Jónsson, Karitas Jónsdótir og Þórdís Agla Jóhannsdótttir.
Næsta æfing verður mánudaginn 9. mars og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
